föstudagur, 5. febrúar 2010

Nólós

Björgvin Hrafnar er svo eftirtektarsamur lítill gutti.
Hann sér dýr og fugla löngu á undan öllum öðrum og tekur eftir trjánum og laufblöðunum (eða skorti á þeim) og spáir mikið í grjót og gras.

Um daginn fórum við með þá á rúntinn að kvöldi til og erum upp á Hellisheiði þegar heyrist allt í einu í mínum:
"Mamma... ha edda?" og bendir út um gluggann.
Þá voru tindrandi græn norðurljós dansandi um himininn og hafði litli náttúrufræðingurinn séð þau og var að spá í hvað í ósköpunum þetta væri :)

Ég sagði honum að sjálfsögðu að þetta væru norðurljós og hann endurtók "nólós" og smjattaði á því heillengi :)

Nú segir hann djarna, dúll og nólós þegar hann er að benda upp í himinninn á kvöldinn... ætli hann sé upprennandi stjarneðlisfræðingur?

Þorgeir er farinn að standa upp við allt og reynir að færa sig á milli staða og hann er líka farinn að borða "fullorðinsmat" og fékk hakk og spaghettí um daginn... sem hann borðaði að sjálfsögðu með bestu lyst :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli