Ég verð alltaf jafn fullkomlega agndofa yfir því hvað synir mínir eru klárir :)
Ég fylgist með þeim læra nýja hluti eins og að ganga eða bara að stinga snuddunni við hliðina á sér í barnastólnum til að geyma hana og ég fyllist aðdáun á móður náttúru og hversu fullkomin við erum í einfaldleika okkar.
Ég umgengst börn aldrei að neinu ráði fyrr en ég eignaðist mín eigin. Í fyrsta lagi er ég einkabarn og svo var ég of stór eða of lítil þegar frænkurnar fæddust til að hafa vit á að taka eftir. Linda Rós fæddist þegar ég var 6 ára, ég var sjálfhverf 14 ára þegar Kristín Eva fæddist, Lára og Sólveig voru orðnar svo stórar þegar við eignuðumst þær og þegar Þorfinna Ellen kom í heiminn var ég farin burt í framhaldsskóla.
Svo hvert einasta smáatriði sem Þorgeir og Björgvin læra er stórviðburður í mínum augum. Ég horfi á þá læra að drekka úr glasi, borða með gaffli, sparka í bolta og mér líður eins og enginn, enginn í veröldinni hafi áður verið svona skarpur að læra þetta sjálfur, sem ég veit að er auðvitað vitleysa því við erum búin að kenna þeim þetta með því að kunna þetta sjálf.
Börn læra mest af því að apa upp eftir öðrum og sé ég það best á Þorgeiri. Hann var eldsnöggur (um 11 mánaða) að læra á tröppurnar heima og skríður núna upp og niður þær án nokkurrar aðstoðar og ég er ekkert stressuð yfir að hann hrynji niður þær... afhverju ekki? Jú, hann lærði af bróður sínum.
Björgvin sá að Þorgeir gat ekki gengið niður þær og hann, 2ja ára skrímslið, fór á fjórar fætur og sýndi litla bróa hvernig átti að skríða aftur á bak niður stigann! Segið svo að þessi börn hugsi ekki rökrétt :D
Eftir nokkur skipti þar sem var nærri illa farið, tókst Þorgeiri að fara einn niður og eftir það hef ég ekki haft neinar áhyggjur af þessu.
Eins klifrar hann upp og niður úr sófanum og rúminu okkar og það er vegna þess að hann sér hvernig Björgvin gerir þetta og apar svo bar eftir. Verst að hann apar alla vitleysuna upp eftir honum líka :p
Þetta endaði reyndar með ósköpum fyrr í kvöld því hann datt niður úr hægindastólnum og fékk blóðnasir... og svo vildi ekki betur til en svo að Unnar var að lyfta Björgvini nokkrum mínútum seinna og sprikli litli mjakaði sér er höndum föður síns og datt í gólfið og fékk líka blóðnasir!
Við stóðum því með sitthvorn orminn í fanginu inn á baði og reyndum að stöðva blóðnasirnar, ekki skemmtilegur endi á deginum það.
föstudagur, 21. maí 2010
miðvikudagur, 12. maí 2010
2,5 ára skoðun
Mánudaginn 10. maí varð Björvin Hrafnar tveggja og hálfs árs.
Það er ekki í frásögur færandi, nema fyrir þá staðreynd að samkvæmt "skipulaginu" á hann þá að fara í svokallaða 2,5 ára skoðun.
Sú skoðun er í rauninni þroskamat þar sem litlu afstyrmin eiga að geta gert hinar ýmsu hundakúnstir eins og kubbað 8 hæða turn, parað saman eins liti, endurtekið setningar, staðið á öðrum fæti, stigið hæll-tá, staðið á tám, vita hvað þau heita og hvað þau eru gömul og svona ýmislegt sem BH getur og getur ekki (BTW, Brigance þroskamatið er fáránlega mikið leyndó og ég gat hvergi fundið það á netinu).
Við komumst líka að því að þetta próf er framkvæmt frá 2,5 ára og alveg þar til barnið er 2 ára 11 mánaða og 15 daga... svo því seinna sem maður kemur, því nær þriggja ára sem krakkinn er, því betur stendur það sig á þessu bévítans prófi... afhverju heitir þetta ekki bara 3ja ára skoðun?
Nú jæja, Björgvin var ekki alveg til í að láta spyrja sig spjörunum úr, svo eftir að Jóna hjúkka (sem ég kann ekkert of vel við, henti henni út þegar BH var nýfæddur og við í veseni með brjóstagjöfina, en það er nú önnur saga) spurði hann hvað hann héti og minn svaraði "Böbin" og hún skildi hann ekki og spurði hann í þrígang hvað hann héti og fór svo að spyrja hvað hann væri gamall, þá kom þvermóðskan upp í mínum og hann fór.
Já, tveggja og hálfs árs guttinn minn stóð upp og gekk í burtu :)
Eftir sat ég (Unnar fór með honum) og reyndi að fá það upp úr þessari blessuðu konu hvað í ósköpunum við værum að gera þarna og hvort við þyrftum eitthvað að taka þetta próf.
Nei, maður þarf víst ekki að taka það, það er enginn sem þvingar mann til að taka það, hann fær ekki mínus í kladdann og ef maður hefur engar áhyggjur af að barnið sitt sé ekki fullkomið, þá er þetta það tilgangslausasta í heiminum... þau eru tveggja og hálfs, afhverju ætti mér ekki að vera sama hvort hann skorar 78 eða 89 stig á þessu prófi?
Krakkinn kann að púsla, hoppa, syngja, dansa, klappa, leira, gráta, sparka í bolta, leika með bíla, renna sér, róla, leika í sandkassanum, hlæja, borða, vinka, kyssa, lita og leika sér.
Þarf tveggja og hálfs árs gamall strákur að kunna eitthvað fleira?
Ég tók þá andfélagslegu ákvörðun að BH og ÞÚ fara ekki í þessa 2,5 ára skoðun og ekki í 4 ára skoðunina heldur.
Maður getur bara metið þau sjálfur því hér er 4-5 ára prófið og hér er voða fínt þroskaskema.
Það er ekki í frásögur færandi, nema fyrir þá staðreynd að samkvæmt "skipulaginu" á hann þá að fara í svokallaða 2,5 ára skoðun.
Sú skoðun er í rauninni þroskamat þar sem litlu afstyrmin eiga að geta gert hinar ýmsu hundakúnstir eins og kubbað 8 hæða turn, parað saman eins liti, endurtekið setningar, staðið á öðrum fæti, stigið hæll-tá, staðið á tám, vita hvað þau heita og hvað þau eru gömul og svona ýmislegt sem BH getur og getur ekki (BTW, Brigance þroskamatið er fáránlega mikið leyndó og ég gat hvergi fundið það á netinu).
Við komumst líka að því að þetta próf er framkvæmt frá 2,5 ára og alveg þar til barnið er 2 ára 11 mánaða og 15 daga... svo því seinna sem maður kemur, því nær þriggja ára sem krakkinn er, því betur stendur það sig á þessu bévítans prófi... afhverju heitir þetta ekki bara 3ja ára skoðun?
Nú jæja, Björgvin var ekki alveg til í að láta spyrja sig spjörunum úr, svo eftir að Jóna hjúkka (sem ég kann ekkert of vel við, henti henni út þegar BH var nýfæddur og við í veseni með brjóstagjöfina, en það er nú önnur saga) spurði hann hvað hann héti og minn svaraði "Böbin" og hún skildi hann ekki og spurði hann í þrígang hvað hann héti og fór svo að spyrja hvað hann væri gamall, þá kom þvermóðskan upp í mínum og hann fór.
Já, tveggja og hálfs árs guttinn minn stóð upp og gekk í burtu :)
Eftir sat ég (Unnar fór með honum) og reyndi að fá það upp úr þessari blessuðu konu hvað í ósköpunum við værum að gera þarna og hvort við þyrftum eitthvað að taka þetta próf.
Nei, maður þarf víst ekki að taka það, það er enginn sem þvingar mann til að taka það, hann fær ekki mínus í kladdann og ef maður hefur engar áhyggjur af að barnið sitt sé ekki fullkomið, þá er þetta það tilgangslausasta í heiminum... þau eru tveggja og hálfs, afhverju ætti mér ekki að vera sama hvort hann skorar 78 eða 89 stig á þessu prófi?
Krakkinn kann að púsla, hoppa, syngja, dansa, klappa, leira, gráta, sparka í bolta, leika með bíla, renna sér, róla, leika í sandkassanum, hlæja, borða, vinka, kyssa, lita og leika sér.
Þarf tveggja og hálfs árs gamall strákur að kunna eitthvað fleira?
Ég tók þá andfélagslegu ákvörðun að BH og ÞÚ fara ekki í þessa 2,5 ára skoðun og ekki í 4 ára skoðunina heldur.
Maður getur bara metið þau sjálfur því hér er 4-5 ára prófið og hér er voða fínt þroskaskema.
föstudagur, 7. maí 2010
12 mánaða skoðun
Þorgeir var að koma úr 12 mánaða skoðun sem pabbi hans fór með hann í, fyrsta skoðunin sem Unnar fer í merkilegt nokk.
En Þorgeir er orðinn 12,4 kg og 78 cm :)
Hann er aðeins yfir kúrvu í þyngd og aðeins undir kúrvu í lengd, en hann á sennilega eftir að taka vaxtarkipp og jafna þetta út :)
En Þorgeir er orðinn 12,4 kg og 78 cm :)
Hann er aðeins yfir kúrvu í þyngd og aðeins undir kúrvu í lengd, en hann á sennilega eftir að taka vaxtarkipp og jafna þetta út :)
laugardagur, 1. maí 2010
Fyrsta árið
Úff púff... heilt ár liðið síðan Þorgeir Úlfar kom í heiminn... mér finnst svo rosalega stutt síðan að ég er eiginlega ekki búin að fatta þetta enn þá... samt átti hann afmæli í gær :)
Breytingarnar á samskiptum þeirra bræðra eru kannski það besta við hversu hratt tíminn líður, Björgvin er næstum hættur að berja bróður sinn og Þorgeir er orðinn svo stór að hann getur tekið á móti ef eitthvað er.
Annars finnst mér tíminn líða alltof hratt, þeir verða farnir að heiman áður en ég get sagt "Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúr" 10 sinnum.
Þorgeir er að byrja að ganga, hann tekur 3-4 skref en svo er eins og hann missi kjarkinn og beygir sig varlega niður og sest, sem segir mér að hann geti alveg gengið meira, því hann dettur ekkert, þetta er voðalega varfærnislegt allt saman :)
Hann byrjar á þessu í maí og gengur inn í sumarið :)
Hann kann líka að gera hvað hann er stór (búinn að kunna það síðan í mars) og lærði að klappa alveg sjálfur fyrir nokkrum dögum (ætli það hafi ekki verið í kringum sumardaginn fyrsta). Svo er hann alltaf að verða betri og betri í að drekka úr fernu :)
Reyndar erum við rosa mikið með plastbrúsa frá Nuby ef við erum á ferðinni og tökum þá bara vatn með okkur... enda drekka þeir báðir mikið vatn og hafa alltaf gert. Þetta var sko meðvituð ákvörðun hjá okkur að halda að þeim vatni, því ég þekki börn sem finnst vatn "vont". Hvernig er hægt að finnast bragðlaus drykkur vondur?
Maður spyr sig.
En allt hefur þetta fyrsta ár gengið slysalaust fyrir sig.
Við erum ekki ennþá búin að þurfa að fara með hann á slysó (7, 9, 13), hann hefur sloppið við alvarleg veikindi (bara þetta "astma-rugl") og er hraustur, kátur og klár.
Ég þakka reglulega fyrir að eiga svona frábæra, hrausta og klára stráka. Það er ekkert í lífinu jafn æðislegt :D
Breytingarnar á samskiptum þeirra bræðra eru kannski það besta við hversu hratt tíminn líður, Björgvin er næstum hættur að berja bróður sinn og Þorgeir er orðinn svo stór að hann getur tekið á móti ef eitthvað er.
Annars finnst mér tíminn líða alltof hratt, þeir verða farnir að heiman áður en ég get sagt "Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúr" 10 sinnum.
Þorgeir er að byrja að ganga, hann tekur 3-4 skref en svo er eins og hann missi kjarkinn og beygir sig varlega niður og sest, sem segir mér að hann geti alveg gengið meira, því hann dettur ekkert, þetta er voðalega varfærnislegt allt saman :)
Hann byrjar á þessu í maí og gengur inn í sumarið :)
Hann kann líka að gera hvað hann er stór (búinn að kunna það síðan í mars) og lærði að klappa alveg sjálfur fyrir nokkrum dögum (ætli það hafi ekki verið í kringum sumardaginn fyrsta). Svo er hann alltaf að verða betri og betri í að drekka úr fernu :)
Reyndar erum við rosa mikið með plastbrúsa frá Nuby ef við erum á ferðinni og tökum þá bara vatn með okkur... enda drekka þeir báðir mikið vatn og hafa alltaf gert. Þetta var sko meðvituð ákvörðun hjá okkur að halda að þeim vatni, því ég þekki börn sem finnst vatn "vont". Hvernig er hægt að finnast bragðlaus drykkur vondur?
Maður spyr sig.
En allt hefur þetta fyrsta ár gengið slysalaust fyrir sig.
Við erum ekki ennþá búin að þurfa að fara með hann á slysó (7, 9, 13), hann hefur sloppið við alvarleg veikindi (bara þetta "astma-rugl") og er hraustur, kátur og klár.
Ég þakka reglulega fyrir að eiga svona frábæra, hrausta og klára stráka. Það er ekkert í lífinu jafn æðislegt :D
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)