Úff púff... heilt ár liðið síðan Þorgeir Úlfar kom í heiminn... mér finnst svo rosalega stutt síðan að ég er eiginlega ekki búin að fatta þetta enn þá... samt átti hann afmæli í gær :)
Breytingarnar á samskiptum þeirra bræðra eru kannski það besta við hversu hratt tíminn líður, Björgvin er næstum hættur að berja bróður sinn og Þorgeir er orðinn svo stór að hann getur tekið á móti ef eitthvað er.
Annars finnst mér tíminn líða alltof hratt, þeir verða farnir að heiman áður en ég get sagt "Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúr" 10 sinnum.
Þorgeir er að byrja að ganga, hann tekur 3-4 skref en svo er eins og hann missi kjarkinn og beygir sig varlega niður og sest, sem segir mér að hann geti alveg gengið meira, því hann dettur ekkert, þetta er voðalega varfærnislegt allt saman :)
Hann byrjar á þessu í maí og gengur inn í sumarið :)
Hann kann líka að gera hvað hann er stór (búinn að kunna það síðan í mars) og lærði að klappa alveg sjálfur fyrir nokkrum dögum (ætli það hafi ekki verið í kringum sumardaginn fyrsta). Svo er hann alltaf að verða betri og betri í að drekka úr fernu :)
Reyndar erum við rosa mikið með plastbrúsa frá Nuby ef við erum á ferðinni og tökum þá bara vatn með okkur... enda drekka þeir báðir mikið vatn og hafa alltaf gert. Þetta var sko meðvituð ákvörðun hjá okkur að halda að þeim vatni, því ég þekki börn sem finnst vatn "vont". Hvernig er hægt að finnast bragðlaus drykkur vondur?
Maður spyr sig.
En allt hefur þetta fyrsta ár gengið slysalaust fyrir sig.
Við erum ekki ennþá búin að þurfa að fara með hann á slysó (7, 9, 13), hann hefur sloppið við alvarleg veikindi (bara þetta "astma-rugl") og er hraustur, kátur og klár.
Ég þakka reglulega fyrir að eiga svona frábæra, hrausta og klára stráka. Það er ekkert í lífinu jafn æðislegt :D
Æði!
SvaraEyðaKv. Sjonni
Til hamingju, elsku Þorgeir Úlfar með 1. árs afmælið. Megi öll þín ár verða eins góð og þetta fyrsta.
SvaraEyðaÞað er eitthvað rosalega ónáttúrulegt við að finnast "vatn vont".
SvaraEyðaKrakkar eru orðnir svo vanir því að finna dísætt bragð af öllu sem þeir éta að þeir geta ekki drukkið neitt nema það heiti gos.
En takk fyrir mig í dag, þetta var æðislegt að sjá ykkur öll þó ég væri pínu sybbin ;)
Knús á strákana og við Ninja komum fljótlega í heimsókn.