Það hefur vægast sagt gengið illa að fá Björgvin á kopp/klósett, en við byrjuðum í haust og það hefur gengið vel að pissa í koppinn, en hann hefur ekki viljað kúka í hann.
Við vitum ekki hverju sætir, en eitthvað var að aftra honum frá þessum verknaði.
Í dag kúkaði hann í koppinn í fyrsta sinn!
Vonandi er þetta merki um framfarir og að loksins, loksins sé hann hættur með bleyju!
laugardagur, 5. nóvember 2011
miðvikudagur, 26. október 2011
Latir foreldrar!
Við erum búin að vera svo löt að uppfæra undanfarið sem er eiginlega synd og skömm því margt skemmtilegt hefur gerst.
Björgvin reyndi að hætta með bleyju í júlímánuði, en eftir að við skildum þá gengu framfarir á því sviði til baka.
Núna (25. október) er hann bleyjulaus á leikskólanum í fyrsta sinn og við sjáum til hvernig það gengur.
Þorgeir er endalaust að læra að tala, en er ekki tilbúinn í að hætta með bleyju. Hann er samt duglegur að öllu og gerir allt eins og stóri bróðir... sem kemur honum stundum í klípu, því Björgvin er jú þrátt fyrir allt, stærri og klárari.
Um daginn var ég að lesa bók upp í rúmi og þeir höfðu verið frami að horfa á mynd.
Allt í einu heyri ég hnífaparaskúffuna opnast, það klingdi í 2 skeiðum, dótakassinn er dreginn að ísskápnum og svo heyri ég Björgvin hvísla "brói, koddu fá mysing"
Þegar ég kom fram sátu þeir í sófanum með tóma mysingsdósina á milli sín, brosandi út að eyrum :D
Björgvin reyndi að hætta með bleyju í júlímánuði, en eftir að við skildum þá gengu framfarir á því sviði til baka.
Núna (25. október) er hann bleyjulaus á leikskólanum í fyrsta sinn og við sjáum til hvernig það gengur.
Þorgeir er endalaust að læra að tala, en er ekki tilbúinn í að hætta með bleyju. Hann er samt duglegur að öllu og gerir allt eins og stóri bróðir... sem kemur honum stundum í klípu, því Björgvin er jú þrátt fyrir allt, stærri og klárari.
Um daginn var ég að lesa bók upp í rúmi og þeir höfðu verið frami að horfa á mynd.
Allt í einu heyri ég hnífaparaskúffuna opnast, það klingdi í 2 skeiðum, dótakassinn er dreginn að ísskápnum og svo heyri ég Björgvin hvísla "brói, koddu fá mysing"
Þegar ég kom fram sátu þeir í sófanum með tóma mysingsdósina á milli sín, brosandi út að eyrum :D
sunnudagur, 5. júní 2011
laugardagur, 30. apríl 2011
Afmælisgjöfin!
Keyptum Fjällräven bakpoka handa bàdum stràkunum :-D
Tölvupósturinn var sendur úr Sony Ericsson farsíma
sunnudagur, 24. apríl 2011
Páskar
Strákarnir kunna vel að meta páskana. Páskaegg og allt nammið sem fylgir, þetta er eitthvað sem þeir fá nær aldrei, a.m.k. ekki í þetta miklu magni :-D
Andrea faldi eggin í gærkvöldi en í morgun datt mér í hug að búa til smá leik þannig að ég sótti Post-it miða, teiknaði mynd á nokkra og límdi á viðeigandi staði.
Björgvin byrjaði á því að finna miða með sól á. Hann þurfti þá að finna hvar sólin væri... Jú, hún er fyrir utan gluggann en á glugganum var miði með mynd af borði... Björgvin fór að eldhúsborðinu og fann þar miða með mynd af stígvéli. Efst á skóhrúgu frammi á gangi var miði á stígvéli með mynd af íspinna. Í frystinum var síðan miði með mynd af rúmi. Á rúminu hans Björgvins var miði með mynd af Íþróttaálfinum, en myndir af honum skreyta baðherbergishurðina okkar. Þar var miði með mynd af lest og á endanum fundum við páskaeggin falin í skúffunni þar sem við geymum lestina og lestarteinana.
Í morgun hafa þeir bræður síðan hámað í sig af miklum móð alls kyns góðgæti. Í kvöld og næstu daga verða tannburstarnir notaðir óspart...
Andrea faldi eggin í gærkvöldi en í morgun datt mér í hug að búa til smá leik þannig að ég sótti Post-it miða, teiknaði mynd á nokkra og límdi á viðeigandi staði.
Björgvin byrjaði á því að finna miða með sól á. Hann þurfti þá að finna hvar sólin væri... Jú, hún er fyrir utan gluggann en á glugganum var miði með mynd af borði... Björgvin fór að eldhúsborðinu og fann þar miða með mynd af stígvéli. Efst á skóhrúgu frammi á gangi var miði á stígvéli með mynd af íspinna. Í frystinum var síðan miði með mynd af rúmi. Á rúminu hans Björgvins var miði með mynd af Íþróttaálfinum, en myndir af honum skreyta baðherbergishurðina okkar. Þar var miði með mynd af lest og á endanum fundum við páskaeggin falin í skúffunni þar sem við geymum lestina og lestarteinana.
Í morgun hafa þeir bræður síðan hámað í sig af miklum móð alls kyns góðgæti. Í kvöld og næstu daga verða tannburstarnir notaðir óspart...
föstudagur, 4. mars 2011
Norðurferð
Jæja, nú eru Björgvin og Þorgeir búnir að fara til Siglufjarðar og við öll búin að koma í Héðinsfjörðinn. Það var mjög gaman og við hlökkum til að koma þangað í sumar líka.
Við ætlum að vera í tæpa viku í firðinum og njóta okkar í "sveitinni".
Tölvupósturinn var sendur úr Sony Ericsson farsíma
miðvikudagur, 16. febrúar 2011
Orðaforðinn
Það er svo gaman að heyra þessar elskur læra að tala.
Þorgeir er farinn að segja helling af orðum, þótt ekki séu setningarnar hjá honum komnar upp í nema 3 orð :)
Björgvin:
Bagabaga = sjaldbaka
dlánga = slanga
alamanda = salamandra
gógódíll = krókódíll
okkur = froskur
taltún = kalkúnn
tvalur = hvalur
babafi = gírafi
ebaheddu = sebrahestur
nadin-dindur = nashyrningur
Við vorum sko í húsdýragarðinum um daginn og það er skriðdýrasýning í gangi, þess vegna komu öll þessi sjaldgæfu dýraheiti inn hjá honum :)
Björgvin er líka búinn að læra hvaða fingur heitir hvað og er farinn að fatta að margir geta heitið sama nafni (eins og Silla vinkona og amma Silla). Fyrir nokkru fannst honum það bara fáránlegt að einhverjir tvær gætu heitið það sama og sagði bara NEI ef maður kynnti hann fyrir einhverjum með sama nafni og annar sem hann þekkti fyrir :D
Þorgeir:
njón = ljón
gamma = skamma
burr = bíll
úffi = voffi
baba = fugl (allir fuglar, ekki bara brabra)
Svo er hann búinn að læra hvar eyru, hár, fingur, tásur, typpi, bumba og nebbi eru :)
Þorgeir er ótrúlega góður að láta lesa fyrir sig, hann situr svo prúður og stilltur (svo framarlega sem honum finnst bókin áhugaverð).
Hann er mikið meiri bíla-kall en Björgvin og er sjúkur í jeppa, föður hans til mikillar ánægju :p
Þorgeir er farinn að segja helling af orðum, þótt ekki séu setningarnar hjá honum komnar upp í nema 3 orð :)
Björgvin:
Bagabaga = sjaldbaka
dlánga = slanga
alamanda = salamandra
gógódíll = krókódíll
okkur = froskur
taltún = kalkúnn
tvalur = hvalur
babafi = gírafi
ebaheddu = sebrahestur
nadin-dindur = nashyrningur
Við vorum sko í húsdýragarðinum um daginn og það er skriðdýrasýning í gangi, þess vegna komu öll þessi sjaldgæfu dýraheiti inn hjá honum :)
Björgvin er líka búinn að læra hvaða fingur heitir hvað og er farinn að fatta að margir geta heitið sama nafni (eins og Silla vinkona og amma Silla). Fyrir nokkru fannst honum það bara fáránlegt að einhverjir tvær gætu heitið það sama og sagði bara NEI ef maður kynnti hann fyrir einhverjum með sama nafni og annar sem hann þekkti fyrir :D
Þorgeir:
njón = ljón
gamma = skamma
burr = bíll
úffi = voffi
baba = fugl (allir fuglar, ekki bara brabra)
Svo er hann búinn að læra hvar eyru, hár, fingur, tásur, typpi, bumba og nebbi eru :)
Þorgeir er ótrúlega góður að láta lesa fyrir sig, hann situr svo prúður og stilltur (svo framarlega sem honum finnst bókin áhugaverð).
Hann er mikið meiri bíla-kall en Björgvin og er sjúkur í jeppa, föður hans til mikillar ánægju :p
fimmtudagur, 27. janúar 2011
Daglegir hlutir
Fátt merkilegt hefur gerst. Dagarnir líða hjá hver af öðrum. Helstu fréttir eru þær að engar pestir hafa hrjáð okkur, merkilegt nokk (þær hljóta að mæta í röðum þegar þær hafa lesið þetta), Björgvin eykur orðaforðan í hverri viku. Núna eru t.d. orðin "risastórt" og "einmitt" mikið notuð. Svo er BH farinn að syngja heilan helling eins og "litlar mýs um löndin öll, liggja nú og sofa" (syngur ekki fyrstu línurnar, bara þessar tvær), "ég heiti bogg-o-ba-i-ja*" (*Keli káti karl)" og hann er svo lagviss að það er hreint ótrúlegt! :-)
BH er hættur að sofa á daginn, það var byrjað á því í kringum áramótin og hefur það gengið ótúlega vel flesta daga, en hann er óneitanlega framlágur upp úr klukkan 8 á kvöldin, sem fyrir okkur foreldrana er bara hið besta mál, enda er hann þá ekki að vaka til klukkan 11 á kvöldin líkt og áður.. :-D
Sömuleiðis er BH farinn að þakka fyrir daginn, og matinn... svona oftast, stundum er smá fýla og þá er ekki sagt neitt.
Þorgeir er enn að gera ALLT eins og stóri bróðir og í síðustu viku náði hann þeim áfanga að klifra upp í kojuna hjá BH hjálparlaust. Þá er bara að vona að barnið detti ekki harkalega niður þegar fara á til baka. Því miður er skapið að fara soldið með litla manninn og er hann stundum óþarflega duglegur að bíta frá sér á leikskólanum. Annars nálgast hann fatastærðina hans BH óðfluga og erum við að giska á að þeir bræður muni nota sömu fatastærð áður en árið er liðið.
ÞÚ er einnig farinn að tala heilan helling. Allt er enn í stikkorðum "skamm", "drekka", "voff", "bílana" o.þ.h. en alltaf bætast ný og ný orð við þannig að sá litli gerir sig skiljanlegri með hverri vikunni sem líður..
Við erum oggulítið farin að hugsa til sumarsins, en ef fram heldur sem horfir þá munum við líklegast nota 5 vikur í sumar fyrir strákana, 1 fyrir bara BH, 3 fyrir þá báða og svo 1 fyrir bara ÞÚ.
BH er hættur að sofa á daginn, það var byrjað á því í kringum áramótin og hefur það gengið ótúlega vel flesta daga, en hann er óneitanlega framlágur upp úr klukkan 8 á kvöldin, sem fyrir okkur foreldrana er bara hið besta mál, enda er hann þá ekki að vaka til klukkan 11 á kvöldin líkt og áður.. :-D
Sömuleiðis er BH farinn að þakka fyrir daginn, og matinn... svona oftast, stundum er smá fýla og þá er ekki sagt neitt.
Þorgeir er enn að gera ALLT eins og stóri bróðir og í síðustu viku náði hann þeim áfanga að klifra upp í kojuna hjá BH hjálparlaust. Þá er bara að vona að barnið detti ekki harkalega niður þegar fara á til baka. Því miður er skapið að fara soldið með litla manninn og er hann stundum óþarflega duglegur að bíta frá sér á leikskólanum. Annars nálgast hann fatastærðina hans BH óðfluga og erum við að giska á að þeir bræður muni nota sömu fatastærð áður en árið er liðið.
ÞÚ er einnig farinn að tala heilan helling. Allt er enn í stikkorðum "skamm", "drekka", "voff", "bílana" o.þ.h. en alltaf bætast ný og ný orð við þannig að sá litli gerir sig skiljanlegri með hverri vikunni sem líður..
Við erum oggulítið farin að hugsa til sumarsins, en ef fram heldur sem horfir þá munum við líklegast nota 5 vikur í sumar fyrir strákana, 1 fyrir bara BH, 3 fyrir þá báða og svo 1 fyrir bara ÞÚ.
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)