sunnudagur, 29. nóvember 2009

Veikindi og matur

Því miður eru litlu strákarnir okkar frekar lasnir núna, þeir eru báðir með rosalegt kvef og mikinn hósta og voru settir á astmapúst í dag.
Björgvin er nú vanur, hann hefur þurft að fara 3x á púst en við sleppum amk við sýklalyfin, sem mér finnst vera mikill kostur.

Þorgeir er alltaf að borða meira og meira, en það fyndna/skrítna er að ég man alls ekki hvað Björgvin var að borða mikið á hans aldri!

Ég skrifa það hér með að Þorgeir er að borða graut+mauk 2x á dag og fær 4-5 pela með.
Hann er farinn að narta í seríos og honum finnst æði að fá kalda peru í fæðunetið og japla á því :)

laugardagur, 21. nóvember 2009

Omm nomm

Eins og lög gera ráð fyrir er Þorgeir farinn að borða á fullu, enda alveg að verða 7 mánaða (!) og í kvöld fékk hann peru í fæðunetið og hann borðaði heila (litla) peru :)

En það eru fleiri að bíta en Þorgeir... Björgvin beit tvo krakka á leikskólanum í síðustu viku og þar af annað þeirra frekar illa :/
Við erum búin að taka á þessu í samvinnu við Bæjarból og þetta var bara einangrað tilfelli, en maður verður samt svo stressaður ef þau taka upp á einhverju svona... þetta gerðist samt í leik, svo við erum ekkert að farast úr vænisýki, en þetta er samt erfitt að heyra um litla orm.

þriðjudagur, 10. nóvember 2009

Afmælisstrákur


Í dag er Björgvin Hrafnar tveggja ára... það sem tíminn líður hratt!

Við héldum upp á afmælið hans á sunnudaginn heima hjá ömmu og afa í Starengi og heppnaðist veislan afar vel.

Mættir voru:
Mamma, pabbi og Björgvin
Amma og afi
Amma Stína og langamma Þórhildur
Erla og Palli
Óli, Eygló og Jósef Dagur
Álfheiður, Jói og Þór Vilberg
"Amma" Klara
Sigríður Ásta og Ingi Garðar
"Langamma" Svava

Þetta var bara lítil og krúttleg veisla þar sem Legó afmæliskakan sló í gegn og allir fóru sáttir heim.
Afmælisbarnið fékk að sjálfsögðu helling af gjöfum og stendur Örkin frá ömmu Stínu upp úr sem skemmtilegasta leikfangið í þetta skiptið :)

miðvikudagur, 4. nóvember 2009

6 mánaða skoðun

Þorgeir var í 6 mánaða skoðun í dag.
Hann stækka vel og var 8880 grömm og 70,5 cm.
Þegar Björgvin var 7 mánaða var hann 8795 grömm og 69 sentimetrar, þannig að Þorgeir er lítið tröll :þ

Hann byrjaði líka í aðlögun hjá dagmömmunni í dag.
Við erum að sjálfsögðu með sömu dagmömmu og áður, enda eru þau Katrín og Hilmar dásamlegt fólk og okkur líður vel með að skilja litla orminn eftir þar... eins og það er nú hræðilega erfitt að skilja hann eftir svona lítinn :(