miðvikudagur, 8. desember 2010

Orð og orð

Enn fleiri setningar koma frá Þorgeiri um þessar mundir.

,,Ekki taka" og ,,ekki sæng" eru þær sem við munum núna.

Þorgeir er líka farinn að taka meira á bróður sínum og jafnvel eiga frumkvæði að "deilum" (lesist slagsmálum ungbarna) þeirra í millum. Björgvin virðist ekki vera sáttur enda gerist það æ oftar að það er hann en ekki Þorgeir Úlfar sem grætur eftir "átökin". Svo virðist sem Þorgeir sé kominn með ansi gott sjálfstraust og er greinilega byrjaður að hrekkja bróður sinn viljandi.
Hann tekur leikföng sem Björgvin hefur skilið eftir og hleypur með þau í burtu, Björgvin er sko ekki sáttur við það, hleypur á eftir og vill fá "sitt dót" til baka. Þorgeir stendur hinsvegar fastur á sínu og afhendir þau ekki auðveldlega. Undan þessu grætur greyið Björgvin oft. Þrátt fyrir öll þessi læti þá þykir honum Þorgeiri á sama tíma óendanlega vænt um hann Björgvin enda endist hrekkurinn ekki lengi ef Björgvin grætur sárt. Þá snýr Þorgeir við og afhendir það sem hann tók, og það stundum án hvatningar frá okkur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli