mánudagur, 13. desember 2010

Þriggja ára afmælið

Afmælið hans Björgvins var haldið laugardaginn 13. nóvember heima í Löngumýrinni.
Við ákváðum að bjóða bara nánustu ættingjum og vinum enda varla pláss fyrir fleiri. Amma Silla tók að sér að baka og gerði bestu "heimsins bestu" sem undirrituð hefur smakkað :) Mamman gerið svo brauðrétt og snittur sem runnu vel ofan í gestina.

Afmælisbarnið var loksins búinn að uppgötva að pakkar eru skemmtilegir og það er spennandi að opna þá, eitthvað sem hefur hingað til ekki verið alveg skýrt í hans huga :)

Meðal þess sem hann fékk er traktor, Oliver og félagar á DVD, kíkir og "monster truck" matchbox bílar en þessir hlutir hafa hvað mest slegið í gegn þótt hér sé leikið með allt. Kuldaskórnir frá ömmu og afa eruð auðvitað notaðir daglega og traktorinn frá langömmu er í miklu uppáhaldi.

Mamma og pabbi gáfu honum sundugga og reynist hann vel í laugardags-sundferðum fjölskyldunnar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli