laugardagur, 4. desember 2010

Setningar og orð

Þorgeir er farinn að tala svo mikið. Hann blaðrar endalaust við sjálfan sig, en við skiljum nú minnst af því, en í dag sagði hann við Unnar "sjáðu bílinn keyra". Fyrsta þriggja orða setningin! Og hann sem byrjaði bara á tveggja orða setningum í síðustu viku (sjáðu tistis, sjáðu baba).
Það er svo ofsalega krúttlegt hvernig hann segir "sjáðu". Þetta er svona ssssjáu, sssjáu með rosalegum spurnartóni í röddinni, því þetta er náttúrulega allt svo merkilegt :)
Ég reyndi að ná þessu á vídeó um daginn, kemur í ljós þegar ég nenni að uploda vídeóinu hvernig til tókst.

Björgvin talar líka alltaf meira og meira. Í dag vorum við á jólamarkaði í Lyngbrekku fyrir utan Borgarnes og Björgvin var að tala um Gullu frænku Sigríðar Ástu og sagði trekk í trekk Dulla :)
Hann var alveg viss um að hún réði öllu þarna því hún gaf honum piparköku þegar við komum :)

Jóla-þetta og jóla-hitt er líka mjög mikið notað, en hann veit ekki alltaf um hvað hann er að tala. Jólasveinar eru t.d. stundum jólatré og orðið yfir þetta er "Lóla". Lólate, lólaseinn, njókall.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli