Ah, loksins loksins er Þorgeir Úlfar farinn að vilja sofa úti í vagni.
Eins og það var auðvelt og gott að fá Björgvin Hrafnar til þess, þá er búið að vera smá stapp að koma ÞÚ á þessa línu.
Hann grenjar bara og lætur öllum illum látum!
En í morgun kl. 8.40 ákvað ég að nú skyldi ekki gefist upp og eftir svona 10 mínútur af rjátli og skælum, fór minn bara að sofa :)
Ég var reyndar búin að taka svefnpokann úr og setja sængina hans í staðinn, en þetta hafðist og nú kl. 11.15 er hann ennþá sofandi!
Þetta er svo mikill draumur og ég man hvað BH svaf alltaf vel í vagninum... sama hvernig veðrið var... vonandi er ÞÚ að falla í það far núna :D
miðvikudagur, 23. september 2009
fimmtudagur, 17. september 2009
Litlu ormarnir
Strákarnir eru búnir að vera eins og ljós alla vikuna (sem er gott í ljósi þess að mamman er veik).
Björgvin fór í sundið á þriðjudaginn og skemmti sér konunglega (alls óhræddur þessi elska) en Þorgeir fór ekki síðasta laugardag vegna þurkuexems sem hann hefur haft. Hann er þó að verða alveg góður af því og ætli við skellum okkur ekki í sund um helgina :)
Það gengur svo vel á leikskólanum, Björgvin eignast vini hratt og öllum finnst hann svo dásamlegur og duglegur... sem hann er að sjálfsögðu !
Þorgeir er ekki búinn að læra að velta sér almennilega, en það er ekki langt í það hjá litla tröllinu mínu... hann er svo stinnur og flottur og duglegur að vera á maganum.
Björgvin fór í sundið á þriðjudaginn og skemmti sér konunglega (alls óhræddur þessi elska) en Þorgeir fór ekki síðasta laugardag vegna þurkuexems sem hann hefur haft. Hann er þó að verða alveg góður af því og ætli við skellum okkur ekki í sund um helgina :)
Það gengur svo vel á leikskólanum, Björgvin eignast vini hratt og öllum finnst hann svo dásamlegur og duglegur... sem hann er að sjálfsögðu !
Þorgeir er ekki búinn að læra að velta sér almennilega, en það er ekki langt í það hjá litla tröllinu mínu... hann er svo stinnur og flottur og duglegur að vera á maganum.
mánudagur, 7. september 2009
Allt mögulegt!
Við erum búin að vera svo löt að blogga, sem er eiginlega synd og skömm því það er allt að gerast hjá þeim bræðrum.
Björgvin byrjaði á leikskólanum Bæjarbóli mánudaginn 17. ágúst og aðlögunin gekk súper vel. Núna að tveim vikum liðnum er eins og hann hafi verið þarna alltaf :)
Ein af kennurunum er Erla Bára sem er mamma Ægis sem var með Sigríði Ástu í bekk. Ekki að það skipti máli, en ég varð að koma því að þar sem hún þekkti mig í sjón þegar hún sá mig fyrst... spurði hvort ég væri ekki frá Ólafsfirði og þegar ég svaraði játandi þá vissi hún strax hverra manna ég væri og sagði að ættarsvipurinn (úr Miðbæjarættinni þá örugglega) leyndi sér ekki :)
En BH er dýrkaður og dáður á leikskólanum. Þær keppast við að dásama hvað hann er duglegur og klár og kátur... ég er alltaf með sólskinsbros þegar ég fer út frá þeim :)
BH er líka farinn að tala óendanlega mikið.
Hann segir reyndar mamma við alla, mig, pabba sinn, ömmu Sillu, leikskólakennarana... ég held að hann haldi að mamma þýði bara fullorðin eða eitthvað í þá áttina :)
Hann segir reyndar stundum mammi þegar hann er að tala við pabba sinn.... þetta hlýtur að fara að koma :þ
Orðin hjá honum eru snilld... hann kallar öll húsdýr mumu, sama hvort það eru hestar eða kindur. Reyndar kallar hann svín "gís" og meinar þá væntanlega grís :)
Í dag var fyrsti dagurinn sem hann sá kind og sagði meme en ekki mumu.
Dekka (drekka), nammnamm (eitthvað gott), dund (sund), gúkkúla (súkkulaði), míómjá (teiknimyndin Mio Mao), meija (meira, aftur)... þetta eru orðin sem hann er að segja ný núna.
En hann "talar" allan daginn!
BH á líka bestu vinkonu á leikskólanum. Hún heitir Anna Karítas (minnir mig, skal komast að því á mánudaginn) og er á annari deild.
Þau eru búin að vera eins og samlokur síðan BH byrjaði á leikskólanum og fóstrurnar (já, já, mjög un PC) héldu að þau hefðu eftirvill verið á sama dagheimili.... en ég hef aldrei séð þetta barn fyrr svo ekki er það málið. Þau eru eins og lítil hjón segja þær, elta hvort annað út um allt og eru almennt mjög fúl yfir að fá ekki að vera saman alltaf :)
Þau strjúka meira að segja stundum af deildinni sinni til að fara og vera hjá hinu!
Ætli tengdadóttirin sé fundin?
Við byrjuðum líka á framhaldsnámskeiði í sundi fyrir 3 vikum. Það er algjört æði og mínum finnst nú ekki leiðinlegt að fá að fara í sund 2x í viku :D
Hann er sundfífl eins og mamman :)
BH er góður við Þorgeir og þeir dafna báðir óendanlega vel. Við erum sem blóm í eggi :)
Björgvin byrjaði á leikskólanum Bæjarbóli mánudaginn 17. ágúst og aðlögunin gekk súper vel. Núna að tveim vikum liðnum er eins og hann hafi verið þarna alltaf :)
Ein af kennurunum er Erla Bára sem er mamma Ægis sem var með Sigríði Ástu í bekk. Ekki að það skipti máli, en ég varð að koma því að þar sem hún þekkti mig í sjón þegar hún sá mig fyrst... spurði hvort ég væri ekki frá Ólafsfirði og þegar ég svaraði játandi þá vissi hún strax hverra manna ég væri og sagði að ættarsvipurinn (úr Miðbæjarættinni þá örugglega) leyndi sér ekki :)
En BH er dýrkaður og dáður á leikskólanum. Þær keppast við að dásama hvað hann er duglegur og klár og kátur... ég er alltaf með sólskinsbros þegar ég fer út frá þeim :)
BH er líka farinn að tala óendanlega mikið.
Hann segir reyndar mamma við alla, mig, pabba sinn, ömmu Sillu, leikskólakennarana... ég held að hann haldi að mamma þýði bara fullorðin eða eitthvað í þá áttina :)
Hann segir reyndar stundum mammi þegar hann er að tala við pabba sinn.... þetta hlýtur að fara að koma :þ
Orðin hjá honum eru snilld... hann kallar öll húsdýr mumu, sama hvort það eru hestar eða kindur. Reyndar kallar hann svín "gís" og meinar þá væntanlega grís :)
Í dag var fyrsti dagurinn sem hann sá kind og sagði meme en ekki mumu.
Dekka (drekka), nammnamm (eitthvað gott), dund (sund), gúkkúla (súkkulaði), míómjá (teiknimyndin Mio Mao), meija (meira, aftur)... þetta eru orðin sem hann er að segja ný núna.
En hann "talar" allan daginn!
BH á líka bestu vinkonu á leikskólanum. Hún heitir Anna Karítas (minnir mig, skal komast að því á mánudaginn) og er á annari deild.
Þau eru búin að vera eins og samlokur síðan BH byrjaði á leikskólanum og fóstrurnar (já, já, mjög un PC) héldu að þau hefðu eftirvill verið á sama dagheimili.... en ég hef aldrei séð þetta barn fyrr svo ekki er það málið. Þau eru eins og lítil hjón segja þær, elta hvort annað út um allt og eru almennt mjög fúl yfir að fá ekki að vera saman alltaf :)
Þau strjúka meira að segja stundum af deildinni sinni til að fara og vera hjá hinu!
Ætli tengdadóttirin sé fundin?
Við byrjuðum líka á framhaldsnámskeiði í sundi fyrir 3 vikum. Það er algjört æði og mínum finnst nú ekki leiðinlegt að fá að fara í sund 2x í viku :D
Hann er sundfífl eins og mamman :)
BH er góður við Þorgeir og þeir dafna báðir óendanlega vel. Við erum sem blóm í eggi :)
Bréf til Þorgeirs Úlfars
Elsku Þorgeir Úlfar.
Þegar þú fæddist voru tilfinningar mínar blendnar.
Að sjálfsögðu varstu velkominn og ég vissi að ég myndi elska þig, en ég var hrædd um að það væri ekki nægileg ást til í heiminum fyrir ykkur báða og að ég myndi þurfa að elska Björgvin minna til að geta elskað þig meira.
En svo komstu í fang mér og ég fann hvernig hjartað mitt stækkaði og ástin jókst.
Nú liggur þú í vöggunni við hliðina á mér, brosir og baðar út handleggjunum og ég verð að segja þér að ég elska þig meira dag frá degi.
Litli munnurinn þinn sem allir segja að sé alveg eins og minn, litla nefið þitt sem amma Silla á skuldlaust og svo er augnsvipurinn blandaður frá mér og pabba þínum.
Þú ert líkur stóra bróður, en samt ekki.
Þið eigið margt sameiginlegt, en þú ert samt svo einstakur, með bláu augum og dökka hárið sem engin skilur hvaðan er komið :-)
Ég horfi á þig liggja hérna hjá mér og ég ímynda mér ykkur bræðurna í framtíðinni og eins og álfkonurnar í sögunum bið ég þess að þið hafið fengið marga góða kosti í vöggugjöf.
Ég óska þess að þú standir ávallt við ákvarðanir þínar, orð og gerðir í sátt við sjálfan þig.
Ég óska þess að þú verðir góður við menn og málleysingja en látir aldrei vaða yfir þig.
Ég óska þess að þú verðir víðsýnn og hafir áhuga á að kynnast veröldinni og íbúum hennar í allri sinni fegurð og margbreytileika.
Ég óska þess að þú virðir alltaf skoðanir annarra, jafnvel þegar þú ert ósammála þeim.
Ég ætla að reyna að kenna þér að horfa gagnrýnum augum á það sem þér er sagt, án þess þó að þú glatir hæfileikanum til að undrast og njóta þeirra töfra sem lífið býður upp á.
En umfram allt óska ég þess að þú verðir hamingjusamur elsku sonur.
Mundu að við erum alltaf til staðar fyrir þig, sama hvað kemur upp á geturðu alltaf leitað til okkar pabba þíns. Við erum hér til að styðja þig, hvetja þig og ýta þér áfram þegar sækir á brattann.
Því heitir þín mamma.
Að sjálfsögðu varstu velkominn og ég vissi að ég myndi elska þig, en ég var hrædd um að það væri ekki nægileg ást til í heiminum fyrir ykkur báða og að ég myndi þurfa að elska Björgvin minna til að geta elskað þig meira.
En svo komstu í fang mér og ég fann hvernig hjartað mitt stækkaði og ástin jókst.
Nú liggur þú í vöggunni við hliðina á mér, brosir og baðar út handleggjunum og ég verð að segja þér að ég elska þig meira dag frá degi.
Litli munnurinn þinn sem allir segja að sé alveg eins og minn, litla nefið þitt sem amma Silla á skuldlaust og svo er augnsvipurinn blandaður frá mér og pabba þínum.
Þú ert líkur stóra bróður, en samt ekki.
Þið eigið margt sameiginlegt, en þú ert samt svo einstakur, með bláu augum og dökka hárið sem engin skilur hvaðan er komið :-)
Ég horfi á þig liggja hérna hjá mér og ég ímynda mér ykkur bræðurna í framtíðinni og eins og álfkonurnar í sögunum bið ég þess að þið hafið fengið marga góða kosti í vöggugjöf.
Ég óska þess að þú standir ávallt við ákvarðanir þínar, orð og gerðir í sátt við sjálfan þig.
Ég óska þess að þú verðir góður við menn og málleysingja en látir aldrei vaða yfir þig.
Ég óska þess að þú verðir víðsýnn og hafir áhuga á að kynnast veröldinni og íbúum hennar í allri sinni fegurð og margbreytileika.
Ég óska þess að þú virðir alltaf skoðanir annarra, jafnvel þegar þú ert ósammála þeim.
Ég ætla að reyna að kenna þér að horfa gagnrýnum augum á það sem þér er sagt, án þess þó að þú glatir hæfileikanum til að undrast og njóta þeirra töfra sem lífið býður upp á.
En umfram allt óska ég þess að þú verðir hamingjusamur elsku sonur.
Mundu að við erum alltaf til staðar fyrir þig, sama hvað kemur upp á geturðu alltaf leitað til okkar pabba þíns. Við erum hér til að styðja þig, hvetja þig og ýta þér áfram þegar sækir á brattann.
Því heitir þín mamma.
júní 2009 Archives
júní 13, 2009
Bréf til Þorgeirs Úlfars
Elsku Þorgeir Úlfar.
Þegar þú fæddist voru tilfinningar mínar blendnar.
Að sjálfsögðu varstu velkominn og ég vissi að ég myndi elska þig, en ég var hrædd um að það væri ekki nægileg ást til í heiminum fyrir ykkur báða og að ég myndi þurfa að elska Björgvin minna til að geta elskað þig meira.
En svo komstu í fang mér og ég fann hvernig hjartað mitt stækkaði og ástin jókst.
Nú liggur þú í vöggunni við hliðina á mér, brosir og baðar út handleggjunum og ég verð að segja þér að ég elska þig meira dag frá degi.
Litli munnurinn þinn sem allir segja að sé alveg eins og minn, litla nefið þitt sem amma Silla á skuldlaust og svo er augnsvipurinn blandaður frá mér og pabba þínum.
Þú ert líkur stóra bróður, en samt ekki.
Þið eigið margt sameiginlegt, en þú ert samt svo einstakur, með bláu augum og dökka hárið sem engin skilur hvaðan er komið :-)
Ég horfi á þig liggja hérna hjá mér og ég ímynda mér ykkur bræðurna í framtíðinni og eins og álfkonurnar í sögunum bið ég þess að þið hafið fengið marga góða kosti í vöggugjöf.
Ég óska þess að þú standir ávallt við ákvarðanir þínar, orð og gerðir í sátt við sjálfan þig.
Ég óska þess að þú verðir góður við menn og málleysingja en látir aldrei vaða yfir þig.
Ég óska þess að þú verðir víðsýnn og hafir áhuga á að kynnast veröldinni og íbúum hennar í allri sinni fegurð og margbreytileika.
Ég óska þess að þú virðir alltaf skoðanir annarra, jafnvel þegar þú ert ósammála þeim.
Ég ætla að reyna að kenna þér að horfa gagnrýnum augum á það sem þér er sagt, án þess þó að þú glatir hæfileikanum til að undrast og njóta þeirra töfra sem lífið býður upp á.
En umfram allt óska ég þess að þú verðir hamingjusamur elsku sonur.
Mundu að við erum alltaf til staðar fyrir þig, sama hvað kemur upp á geturðu alltaf leitað til okkar pabba þíns. Við erum hér til að styðja þig, hvetja þig og ýta þér áfram þegar sækir á brattann.
Því heitir þín mamma.
Þegar þú fæddist voru tilfinningar mínar blendnar.
Að sjálfsögðu varstu velkominn og ég vissi að ég myndi elska þig, en ég var hrædd um að það væri ekki nægileg ást til í heiminum fyrir ykkur báða og að ég myndi þurfa að elska Björgvin minna til að geta elskað þig meira.
En svo komstu í fang mér og ég fann hvernig hjartað mitt stækkaði og ástin jókst.
Nú liggur þú í vöggunni við hliðina á mér, brosir og baðar út handleggjunum og ég verð að segja þér að ég elska þig meira dag frá degi.
Litli munnurinn þinn sem allir segja að sé alveg eins og minn, litla nefið þitt sem amma Silla á skuldlaust og svo er augnsvipurinn blandaður frá mér og pabba þínum.
Þú ert líkur stóra bróður, en samt ekki.
Þið eigið margt sameiginlegt, en þú ert samt svo einstakur, með bláu augum og dökka hárið sem engin skilur hvaðan er komið :-)
Ég horfi á þig liggja hérna hjá mér og ég ímynda mér ykkur bræðurna í framtíðinni og eins og álfkonurnar í sögunum bið ég þess að þið hafið fengið marga góða kosti í vöggugjöf.
Ég óska þess að þú standir ávallt við ákvarðanir þínar, orð og gerðir í sátt við sjálfan þig.
Ég óska þess að þú verðir góður við menn og málleysingja en látir aldrei vaða yfir þig.
Ég óska þess að þú verðir víðsýnn og hafir áhuga á að kynnast veröldinni og íbúum hennar í allri sinni fegurð og margbreytileika.
Ég óska þess að þú virðir alltaf skoðanir annarra, jafnvel þegar þú ert ósammála þeim.
Ég ætla að reyna að kenna þér að horfa gagnrýnum augum á það sem þér er sagt, án þess þó að þú glatir hæfileikanum til að undrast og njóta þeirra töfra sem lífið býður upp á.
En umfram allt óska ég þess að þú verðir hamingjusamur elsku sonur.
Mundu að við erum alltaf til staðar fyrir þig, sama hvað kemur upp á geturðu alltaf leitað til okkar pabba þíns. Við erum hér til að styðja þig, hvetja þig og ýta þér áfram þegar sækir á brattann.
Því heitir þín mamma.
Posted by Nornin on júní 13, 2009 10:47 EH
júní 30, 2009
Nafngjöf
Þorgeir Úlfar fékk nafnið sitt formlega 25. júní, á Þórsblóti Ásatrúarfélagsins.
Það var æðisleg stemming á Þingvöllum þar sem það voru tvær nafngjafir, ein siðfesta og brúðkaup.
Hinn strákurinn sem fékk nafn heitir Birnir Snær og það verður gaman að sjá í framtíðinni ef þeir verða báðir áfram í Ásatrúarfélaginu... kannski eru þetta verðandi goðar :-)
Þeir stóðu sig báðir rosalega vel bræðurnir... Þorgeir svaf bara þar til komið var að athöfninni og Björgvin lék við hvern sinn fingur og alla viðstadda í leiðinni :-)
Athöfnin var falleg og Jóhanna Harðar Kjalarnesgoði mælti nokkur falleg orð um hversu sterkan grunn börn þurfa til að þau verði sterkir einstaklingar í framtíðinni.
Eitthvað sem allir foreldrar verða að vera meðvitaðir um.
Þetta var alveg yndislegur dagur á Þingvöllum og hlökkum við til að eiga marga fleiri svona daga saman.
Það var æðisleg stemming á Þingvöllum þar sem það voru tvær nafngjafir, ein siðfesta og brúðkaup.
Hinn strákurinn sem fékk nafn heitir Birnir Snær og það verður gaman að sjá í framtíðinni ef þeir verða báðir áfram í Ásatrúarfélaginu... kannski eru þetta verðandi goðar :-)
Þeir stóðu sig báðir rosalega vel bræðurnir... Þorgeir svaf bara þar til komið var að athöfninni og Björgvin lék við hvern sinn fingur og alla viðstadda í leiðinni :-)
Athöfnin var falleg og Jóhanna Harðar Kjalarnesgoði mælti nokkur falleg orð um hversu sterkan grunn börn þurfa til að þau verði sterkir einstaklingar í framtíðinni.
Eitthvað sem allir foreldrar verða að vera meðvitaðir um.
Þetta var alveg yndislegur dagur á Þingvöllum og hlökkum við til að eiga marga fleiri svona daga saman.
maí 2009 Archives
maí 2, 2009
Fyrstu kynni við yngri bróður
Þar sem brjóstagöfin er ekki að ganga upp þá er Þorgeir að byrja á pela.
Skiljanlega drekkur hann ekki mikið og því stalst Björgvin í einn pelann sem stóð á stofuborðinu og fór með hann inn í sitt herbergi og drakk pelann þar.
Hann hélt að mamma myndi skamma hann en Andrea sá enga ástæðu til þess (Þorgeir hættur að drekka í bili hvort sem var og óþarfi að sóa pelamjólkini).
Að sama skapi hefði ég varla skammað Björgvin þó svo hann hefði lamið með kubbunum sínum í hausinn á Þorgeiri, en til þess hefur ekki komið ennþá.
Ég myndi hins vegar tvímælalaust sýna Björgvini hversu vonsvikinn og sár ég yrði við svoleiðis framkomu.
Skiljanlega drekkur hann ekki mikið og því stalst Björgvin í einn pelann sem stóð á stofuborðinu og fór með hann inn í sitt herbergi og drakk pelann þar.
Hann hélt að mamma myndi skamma hann en Andrea sá enga ástæðu til þess (Þorgeir hættur að drekka í bili hvort sem var og óþarfi að sóa pelamjólkini).
Að sama skapi hefði ég varla skammað Björgvin þó svo hann hefði lamið með kubbunum sínum í hausinn á Þorgeiri, en til þess hefur ekki komið ennþá.
Ég myndi hins vegar tvímælalaust sýna Björgvini hversu vonsvikinn og sár ég yrði við svoleiðis framkomu.
maí 3, 2009
Fæðingarsaga
Klukkan 8.30 þann 30. Apríl 2009, fór ég upp á fæðingardeild í gangsetningu.
Þegar ég (Unnar var að fara með bílstól BH til ömmu Sillu sem passaði hann) mætti var bókstaflega "röð út úr dyrum" og þar sem ég var frekar kvíðin, bauðst ég til að koma aftur seinna.
Það var þegið með þökkum og mér sagt að mæta kl. 12.
Í hádeginu komum við aftur og yndisleg ljósa (Ester) tók við okkur og útskýrði gangsetninguna. Þar sem ég á keisara að baki, má ekki nota lyfjagjöf við gangsetningu og er því notuð blaðra (hljómar ágætlega ekki satt? Blöðrur eru skemmtilegar!).
Blaðra þessi er á endanum á löngu röri og því er ýtt eins nálægt belgnum og hægt er, volgu vatni sprautað í slönguna, blaðran þennst út og volá, leghálsinn opnast það mikið að hægt er að rjúfa belginn.
A.m.k. er það þeorían.
Því miður var ég ekki andlega tilbúin í fæðingu, enda búin að vera kvíðin fyrir henni síðan á 20. viku, þegar það rann upp fyrir mér að þetta barn þyrfti líka að komast út!
Um leið og einhverjir verkir byrjuðu, helltist yfir mig ógnar hræðsla og mér fannst ég vera að upplifa fæðinguna Björgvins Hrafnars upp á nýtt!
Ljósan reyndi að laga kvíðan með nálastungum, en allt kom fyrir ekki.
Óttinn hafði náð á mér of sterkum tökum og ég bað um keisara.
Ég var dregin á svari þar til eftir vaktaskiptin kl. 16, en þá komu til vinnu Karl fæðingalæknir og Guðrún Sigríður ljósmóðir. Voðalega þykir mér vænt um þau, því um leið og þau gengu inn spurði Karl hvort ég vildi fara í keisara og þegar ég sagði já, var svarið einfaldlega: nú, þá gerum við það!
Og ótrúlegt en satt, þá fannst mér í fyrsta skiptið þarna að ég hefði stjórn á aðstæðum!
Ég var undirbúin undir keisara, Unnar fékk skurðstofugalla og við slengdum okkur í aðgerð.
Í herbergi fullu af tækjum og grímuklæddu fólki fæddist drengurinn svo kl. 18.15 í góðri stemmingu og fékk pabbi að halda á honum strax.
Heilbrigður, fallegur og við fyrstu sýn talsvert líkur stóra bróður.
Hann er með dökkan lubba, vóg 4.465 gr. (rétt undir 18 mörkum) og er 52,5 cm.
Reyndar er hann strax búinn að afsanna að hann sé klón af stóra bróður, því eftir því sem mínúturnar líða, því meira líkist hann sjálfum sér, þó það sjáist greinilega að þeir séu bræður :-D
Þegar ég (Unnar var að fara með bílstól BH til ömmu Sillu sem passaði hann) mætti var bókstaflega "röð út úr dyrum" og þar sem ég var frekar kvíðin, bauðst ég til að koma aftur seinna.
Það var þegið með þökkum og mér sagt að mæta kl. 12.
Í hádeginu komum við aftur og yndisleg ljósa (Ester) tók við okkur og útskýrði gangsetninguna. Þar sem ég á keisara að baki, má ekki nota lyfjagjöf við gangsetningu og er því notuð blaðra (hljómar ágætlega ekki satt? Blöðrur eru skemmtilegar!).
Blaðra þessi er á endanum á löngu röri og því er ýtt eins nálægt belgnum og hægt er, volgu vatni sprautað í slönguna, blaðran þennst út og volá, leghálsinn opnast það mikið að hægt er að rjúfa belginn.
A.m.k. er það þeorían.
Því miður var ég ekki andlega tilbúin í fæðingu, enda búin að vera kvíðin fyrir henni síðan á 20. viku, þegar það rann upp fyrir mér að þetta barn þyrfti líka að komast út!
Um leið og einhverjir verkir byrjuðu, helltist yfir mig ógnar hræðsla og mér fannst ég vera að upplifa fæðinguna Björgvins Hrafnars upp á nýtt!
Ljósan reyndi að laga kvíðan með nálastungum, en allt kom fyrir ekki.
Óttinn hafði náð á mér of sterkum tökum og ég bað um keisara.
Ég var dregin á svari þar til eftir vaktaskiptin kl. 16, en þá komu til vinnu Karl fæðingalæknir og Guðrún Sigríður ljósmóðir. Voðalega þykir mér vænt um þau, því um leið og þau gengu inn spurði Karl hvort ég vildi fara í keisara og þegar ég sagði já, var svarið einfaldlega: nú, þá gerum við það!
Og ótrúlegt en satt, þá fannst mér í fyrsta skiptið þarna að ég hefði stjórn á aðstæðum!
Ég var undirbúin undir keisara, Unnar fékk skurðstofugalla og við slengdum okkur í aðgerð.
Í herbergi fullu af tækjum og grímuklæddu fólki fæddist drengurinn svo kl. 18.15 í góðri stemmingu og fékk pabbi að halda á honum strax.
Heilbrigður, fallegur og við fyrstu sýn talsvert líkur stóra bróður.
Hann er með dökkan lubba, vóg 4.465 gr. (rétt undir 18 mörkum) og er 52,5 cm.
Reyndar er hann strax búinn að afsanna að hann sé klón af stóra bróður, því eftir því sem mínúturnar líða, því meira líkist hann sjálfum sér, þó það sjáist greinilega að þeir séu bræður :-D
Posted by Nornin on maí 3, 2009 11:00 EH
maí 8, 2009
Fyrsta baðið
Þorgeir fór í bað í fyrsta skiptið í kvöld.
Við byrjuðum á að koma Björgvini í rúmið og svo áttum við þrjú (foreldrar+Þorgeir) ljómandi góða stund saman á baðinu :-)
Þorgeir var ljós eins og venjulega, æmti hvorki né skræmti í baðinu, var rólegur á meðan Unnar þurrkaði honum og fannst ljómandi gott á meðan ég nuddaði hann.
Þessi fyrsta vika er búin að ganga eins og í sögu.
Unnar fékk verkefnalista og er búinn að vera að dunda sér við hann og ég hef bara verið að dúllast heima með Þorgeir á meðan Björgvin er á dagheimilinu.
Við erum farin að hlakka mikið til að fara út í gönguferðir og svoleiðis, mamman er ekki alveg týpan í að hanga heima í margar vikur ;-)
Við byrjuðum á að koma Björgvini í rúmið og svo áttum við þrjú (foreldrar+Þorgeir) ljómandi góða stund saman á baðinu :-)
Þorgeir var ljós eins og venjulega, æmti hvorki né skræmti í baðinu, var rólegur á meðan Unnar þurrkaði honum og fannst ljómandi gott á meðan ég nuddaði hann.
Þessi fyrsta vika er búin að ganga eins og í sögu.
Unnar fékk verkefnalista og er búinn að vera að dunda sér við hann og ég hef bara verið að dúllast heima með Þorgeir á meðan Björgvin er á dagheimilinu.
Við erum farin að hlakka mikið til að fara út í gönguferðir og svoleiðis, mamman er ekki alveg týpan í að hanga heima í margar vikur ;-)
Posted by Nornin on maí 8, 2009 11:08 EH
maí 17, 2009
Ótrúlegt
Það er alveg ótrúlegt hvað Þorgeir er rólegur. Hann er í alvöru rólegri en Björgvin var á hans aldri. Hann vekur Andreu á nóttunni með einhvers konar blöndu af hjali og röfli. Hann fær eina gjöf áður en við förum í háttinn, hann vill eina gjöf yfir nóttina og svo ekkert fyrr en seint næsta morgun, löngu eftir að BH er vaknaður.
Verkaskiptingin hefur verið þannig að Andrea sér um næturgjöf og sefur síðan út á meðan ég reyni að vaka yfir morgunhananum okkar (með mjög misjöfnun árangri).
Yfir daginn er Þorgeir stundum vakandi í 1 til 1 og hálfan tíma og á meðan er hann bara að horfa eða kreista það sem við komum fyrir í lófa hans. Þess fyrir utan sefur hann vært þrátt fyrir öll læti og ónæði frá stóra bróður.
Verkaskiptingin hefur verið þannig að Andrea sér um næturgjöf og sefur síðan út á meðan ég reyni að vaka yfir morgunhananum okkar (með mjög misjöfnun árangri).
Yfir daginn er Þorgeir stundum vakandi í 1 til 1 og hálfan tíma og á meðan er hann bara að horfa eða kreista það sem við komum fyrir í lófa hans. Þess fyrir utan sefur hann vært þrátt fyrir öll læti og ónæði frá stóra bróður.
apríl 2009 Archives
apríl 7, 2009
37. VIka
Þá fer að líða að lokum þessarar meðgöngu hjá minni. Andrea kom heim eftir hádegið með þær fyrirskipanir
Spurning hvort þetta verður óvænt páskabarn ?!?
eins vitlaust og það hljómar því ekki mun hún slappa af fyrir fimmaur hérna :-D Björgvin stóri bróðir búinn að vera soldið slappur, með 38 stiga hita og svoleiðis...að fara strax heim og slappa af
Spurning hvort þetta verður óvænt páskabarn ?!?
Posted by Lisander on apríl 7, 2009 2:43 EH
apríl 17, 2009
Samdrættir og verkir
Nú eru bara 11 dagar eftir en ég er búin að vera með samdrætti og verki síðan á miðvikudagskvöldið (15. apríl). Þeir eru reyndar mjög óreglulegir og verkirnir sem fylgja eru ekkert óbærilegir, en mér finnst samt að þetta sé nokkuð gott merki þess að ormurinn ætli ekki að bíða fram til 28. með að koma í heiminn :-)
Það er ótrúlega spes að finna fæðinguna fara af stað. Ég var náttúrulega sett í gang með Björgvin Hrafnar og veit því ekkert við hverju er að búast þegar þetta gerist bara að sjálfu sér, er bara eins og frumbyrja... reynsluboltinn sjálfur :-p
Tilfinningin er svolítið eins og ég sé svöng, jafnvel þótt ég sé nýbúin að borða, svo er þrýstingur niður í legið og í átt að lífbeininu og nokkuð sterkur verkur vinstramegin í leginu sem fylgir þessu.
Sá verkur gæti reyndar stafað af klemmdri taug eða eitthvað þannig, amk er hann öðruvísi en hinir verkirnir sem ég finn.
Ég setti vögguna saman í gær og er búin að vera að þvo föt í dag, til að vera nú með eitthvað tilbúið þegar gríslingurinn kemur í heiminn... var alls óviðbúin því að fara af stað svona snemma, en hlakka mikið til.
Það er ótrúlega spes að finna fæðinguna fara af stað. Ég var náttúrulega sett í gang með Björgvin Hrafnar og veit því ekkert við hverju er að búast þegar þetta gerist bara að sjálfu sér, er bara eins og frumbyrja... reynsluboltinn sjálfur :-p
Tilfinningin er svolítið eins og ég sé svöng, jafnvel þótt ég sé nýbúin að borða, svo er þrýstingur niður í legið og í átt að lífbeininu og nokkuð sterkur verkur vinstramegin í leginu sem fylgir þessu.
Sá verkur gæti reyndar stafað af klemmdri taug eða eitthvað þannig, amk er hann öðruvísi en hinir verkirnir sem ég finn.
Ég setti vögguna saman í gær og er búin að vera að þvo föt í dag, til að vera nú með eitthvað tilbúið þegar gríslingurinn kemur í heiminn... var alls óviðbúin því að fara af stað svona snemma, en hlakka mikið til.
Posted by Nornin on apríl 17, 2009 4:09 EH
apríl 29, 2009
Þetta er alveg að koma... about there...
"Lesa meira" link below to english version.
Já, á morgun er Andrea að fara af stað í "af stað" ferlið á Fæðingardeild Landsspítala (ég vil skrifa tvö "s" því þetta er spítali Landsins en ekki spítali "Land"). Við mætum galvösk í fyrramálið klukkan 8:30 og byrjum að telja niður mínúturnar, klukkutímana og sem betur fer varla dagana. Svo er spurning hvort við eigum 30 apríl eða 1.maí barn. Hvor dagurinn sem það er þá er rosalega gaman að eiga afmæli á hvorum deginum sem er. 30 apríl er alltaf frí daginn eftir ...gagnast kannski betur þegar hann verður eldri ;-)... en á 1. maí er alltaf flaggað á "afmælisdaginn".... rosa sport :-D
Já, á morgun er Andrea að fara af stað í "af stað" ferlið á Fæðingardeild Landsspítala (ég vil skrifa tvö "s" því þetta er spítali Landsins en ekki spítali "Land"). Við mætum galvösk í fyrramálið klukkan 8:30 og byrjum að telja niður mínúturnar, klukkutímana og sem betur fer varla dagana. Svo er spurning hvort við eigum 30 apríl eða 1.maí barn. Hvor dagurinn sem það er þá er rosalega gaman að eiga afmæli á hvorum deginum sem er. 30 apríl er alltaf frí daginn eftir ...gagnast kannski betur þegar hann verður eldri ;-)... en á 1. maí er alltaf flaggað á "afmælisdaginn".... rosa sport :-D
mars 2009 Archives
mars 11, 2009
Vika 33
Er búin að tala við Ljáðu mér eyra (LME) og það var bara mjög fínt.
Stefni nú á eðlilega fæðingu en verð með mjög þröngan ramma og hvenær sem er get ég fengið að segja "Stopp, hingað og ekki lengra, ég vil fara í keisara".
Það er rosalega gott að vera komin með þetta á hreint og geta hætt að hafa áhyggjur af fæðingunni... og kannski njóta meðgöngunnar betur :-)
Dex kemur áður en hendi verður veifað og við erum farin að hlakka mikið til!
Stefni nú á eðlilega fæðingu en verð með mjög þröngan ramma og hvenær sem er get ég fengið að segja "Stopp, hingað og ekki lengra, ég vil fara í keisara".
Það er rosalega gott að vera komin með þetta á hreint og geta hætt að hafa áhyggjur af fæðingunni... og kannski njóta meðgöngunnar betur :-)
Dex kemur áður en hendi verður veifað og við erum farin að hlakka mikið til!
Posted by Nornin on mars 11, 2009 2:48 EH
mars 28, 2009
Vaxtarsónar
Á fimmtudaginn fór ég í vaxtarsónar til að skoða hvað púkinn væri orðinn stór.
Hann mældist eitthvað um 14 merkur og þar sem 5 vikur eru ennþá eftir eru ljósurnar að segja að hann gæti orðið um 19 merkur... sem eru næstum 5 kíló!
Sjitt hvað ég höndla ekki hugsunina um að að eignast 5 kílóa barn... ekki tókst mér að koma 3675 gramma barni út... hvað þá að ég geti komið út 5000 gramma ormi!
En allt annað er bara gott og blessað.
Blóðþrýstingur er sæmilegur en bjúgurinn er mig lifandi að drepa :-/
Hann mældist eitthvað um 14 merkur og þar sem 5 vikur eru ennþá eftir eru ljósurnar að segja að hann gæti orðið um 19 merkur... sem eru næstum 5 kíló!
Sjitt hvað ég höndla ekki hugsunina um að að eignast 5 kílóa barn... ekki tókst mér að koma 3675 gramma barni út... hvað þá að ég geti komið út 5000 gramma ormi!
En allt annað er bara gott og blessað.
Blóðþrýstingur er sæmilegur en bjúgurinn er mig lifandi að drepa :-/
febrúar 2009 Archives
febrúar 8, 2009
Mæðraskoðun, fæðingarlæknir og áhyggjur.
Jæja, ekkert bloggaði heillengi svo ég bæti úr því núna með langri færslu :-)
28. janúar fór ég í mæðraskoðun í fyrsta sinn í 10 vikur.
Þar kom í ljós að blóðþrýstingurinn var dálítið hár eða 145/95 og var mér gert að hætta að drekka kaffi, slaka á, nota lyftur en ekki stiga og ekki fara í heita potta eða heitt bað.
Ég hlýddi þessu að sjálfsögðu ekki alveg og var í skólanum til kl. 17.30 þennan sama dag.
Reyndar var ég heima með tærnar upp í loft næstu tvo daga á eftir, sem augljóslega skilaði einhverjum árangri því ég fór í mælingu þann þrítugasta og var þá 135/85 sem er mikið betra.
3. febrúar fór ég svo í sykurþolspróf sem kom ágætlega út. Reyndar var upphafs blóðsykurinn hjá mér ekki alveg eins og best er á kosið (5,5) en ég stíla það á að ég átti að vera fastandi frá kl. 22 kvöldið áður en gleymdi mér aðeins og var fastandi frá svona 23.
Lokagildið var svo 5,1 sem er mjög gott, en miðgildið var 8,5 sem er frekar hátt og þýðir það að ég vinn mjög hægt úr sykrinum og á því að forðast einföld kolvetni eins og heitan eldinn.
5. feb. var svo komið að stóra deginum!
Viðtalið við fæðingalækni þar sem tekin yrði "lokaákvörðun" um hvort ég færi í keisara eða ekki.
Viðtalið gekk svo sem ágætlega, en Þóra Steingrímsdóttir fæðingalæknir náði samt að telja mig af því að "heimta" keisara og reyna venjulega fæðingu ef allt annað gengur ok á meðgöngunni.
Eins og glöggir lesendur muna kannski þá stækkaði BH ekki á milli vikna í endan og var tekinn með keisara eftir 41 viku með kalkaða fylgju og brúnt legvatn og til að lenda ekki í því aftur fer ég í vaxtarsónar á 35tu og 38undu viku.
Ef vaxtarsónarinn er góður og dex hefur stækkað, þá verð ég sett af stað á fertugustu viku, en ef vaxtarsónarinn er ekki góður þá verð ég skorin fyrir 40tugustu viku.
So, ennþá einhverjar líkur á öðrum keisara, sem mér finnst hið besta mál.
Ég held nefnilega að ég sé hrædd við eðlilega fæðingu eftir ganginn með BH og ætla að smella mér niður á lansa við tækifæri og tala við teymið "ljáðu mér eyra" og sjá ef ég fæ einhverja lausn á þessari hræðslu minni.
Svo er blóðprufa í fyrramálið til að sjá hvernig ég er í járni (búið að vera lágt) og TSH (heiladingulshormónið sem stjórnar skjaldkirtlinum).
Svo verð ég sennilega blóðþrýstingsmæld til að allt sé ok :-)
En (og hér kemur aðalinnihald færslunnar) ég las viðtal um daginn þar sem kona sem átti "eðlilega" dóttur og svo son með Downs og hún var að tala um að á meðgöngunni með soninn hefði hún alltaf verið að spá í hvort það væri rétt að hreyfingarnar hjá honum væru veikari og færri en hjá stelpunni. Hún vissi sum sé ekki að hún væri með Downs barn því hún fór ekki í hnakkaþykktarmælingu.
Nú fór ég ekki í hnakkaþykktarmælinguna heldur og mér er búið að finnast alla meðgönguna að þessi hreyfi sig mun minna en BH. Og eftir að hafa lesið þessa grein er ég í massívu sjokki.
Hvað ef barnið mitt er með Downs? Hvernig höndla ég það? Höndla ég það yfirleitt?
Í fyrsta skiptið síðan ég varð ófrísk er ég með áhyggjur :-(
28. janúar fór ég í mæðraskoðun í fyrsta sinn í 10 vikur.
Þar kom í ljós að blóðþrýstingurinn var dálítið hár eða 145/95 og var mér gert að hætta að drekka kaffi, slaka á, nota lyftur en ekki stiga og ekki fara í heita potta eða heitt bað.
Ég hlýddi þessu að sjálfsögðu ekki alveg og var í skólanum til kl. 17.30 þennan sama dag.
Reyndar var ég heima með tærnar upp í loft næstu tvo daga á eftir, sem augljóslega skilaði einhverjum árangri því ég fór í mælingu þann þrítugasta og var þá 135/85 sem er mikið betra.
3. febrúar fór ég svo í sykurþolspróf sem kom ágætlega út. Reyndar var upphafs blóðsykurinn hjá mér ekki alveg eins og best er á kosið (5,5) en ég stíla það á að ég átti að vera fastandi frá kl. 22 kvöldið áður en gleymdi mér aðeins og var fastandi frá svona 23.
Lokagildið var svo 5,1 sem er mjög gott, en miðgildið var 8,5 sem er frekar hátt og þýðir það að ég vinn mjög hægt úr sykrinum og á því að forðast einföld kolvetni eins og heitan eldinn.
5. feb. var svo komið að stóra deginum!
Viðtalið við fæðingalækni þar sem tekin yrði "lokaákvörðun" um hvort ég færi í keisara eða ekki.
Viðtalið gekk svo sem ágætlega, en Þóra Steingrímsdóttir fæðingalæknir náði samt að telja mig af því að "heimta" keisara og reyna venjulega fæðingu ef allt annað gengur ok á meðgöngunni.
Eins og glöggir lesendur muna kannski þá stækkaði BH ekki á milli vikna í endan og var tekinn með keisara eftir 41 viku með kalkaða fylgju og brúnt legvatn og til að lenda ekki í því aftur fer ég í vaxtarsónar á 35tu og 38undu viku.
Ef vaxtarsónarinn er góður og dex hefur stækkað, þá verð ég sett af stað á fertugustu viku, en ef vaxtarsónarinn er ekki góður þá verð ég skorin fyrir 40tugustu viku.
So, ennþá einhverjar líkur á öðrum keisara, sem mér finnst hið besta mál.
Ég held nefnilega að ég sé hrædd við eðlilega fæðingu eftir ganginn með BH og ætla að smella mér niður á lansa við tækifæri og tala við teymið "ljáðu mér eyra" og sjá ef ég fæ einhverja lausn á þessari hræðslu minni.
Svo er blóðprufa í fyrramálið til að sjá hvernig ég er í járni (búið að vera lágt) og TSH (heiladingulshormónið sem stjórnar skjaldkirtlinum).
Svo verð ég sennilega blóðþrýstingsmæld til að allt sé ok :-)
En (og hér kemur aðalinnihald færslunnar) ég las viðtal um daginn þar sem kona sem átti "eðlilega" dóttur og svo son með Downs og hún var að tala um að á meðgöngunni með soninn hefði hún alltaf verið að spá í hvort það væri rétt að hreyfingarnar hjá honum væru veikari og færri en hjá stelpunni. Hún vissi sum sé ekki að hún væri með Downs barn því hún fór ekki í hnakkaþykktarmælingu.
Nú fór ég ekki í hnakkaþykktarmælinguna heldur og mér er búið að finnast alla meðgönguna að þessi hreyfi sig mun minna en BH. Og eftir að hafa lesið þessa grein er ég í massívu sjokki.
Hvað ef barnið mitt er með Downs? Hvernig höndla ég það? Höndla ég það yfirleitt?
Í fyrsta skiptið síðan ég varð ófrísk er ég með áhyggjur :-(
janúar 2009 Archives
janúar 7, 2009
Hreyfingar
Ah, Dex hreyfir sig nú á hverjum degi og er það bara allt í lagi.
Þetta er svona "vont en það venst" dæmi fyrir mig. Mér finnst t.d. mun minna óþægilegt þegar Dex spriklar en þegar Björgvin var að því. Ætli ég sé ekki bara orðin vön þessum hreyfingum :-)
Reyndar er ég búin að vera með einhverja bansetta magapest undanfarið og hefði alveg þegið að ormurinn hefði legið kyrr á meðan, það er frekar óþægilegt að vera með meltingartruflanir og sparkandi krakka á sama tíma!
Að öðru leyti gengur allt sinn vanagang.
Dex stækkar og mamman stækkar líka, ekki eins mikið og á síðustu meðgöngu þó :-)
Þetta er svona "vont en það venst" dæmi fyrir mig. Mér finnst t.d. mun minna óþægilegt þegar Dex spriklar en þegar Björgvin var að því. Ætli ég sé ekki bara orðin vön þessum hreyfingum :-)
Reyndar er ég búin að vera með einhverja bansetta magapest undanfarið og hefði alveg þegið að ormurinn hefði legið kyrr á meðan, það er frekar óþægilegt að vera með meltingartruflanir og sparkandi krakka á sama tíma!
Að öðru leyti gengur allt sinn vanagang.
Dex stækkar og mamman stækkar líka, ekki eins mikið og á síðustu meðgöngu þó :-)
Posted by Nornin on janúar 7, 2009 1:34 EH
janúar 12, 2009
Spörk
Unnar fann dex sparka í fyrsta sinn í gærkvöldi :-)
Æðislegt að hann geti fundið líka núna!
Æðislegt að hann geti fundið líka núna!
desember 2008 Archives
desember 3, 2008
Stressaða mamman
Kannski vegna þess að ég er að byrja í prófum, kannski vegna þess að Dex hreyfir sig lítið, þá er ég búin að vera stressuð yfir að allt sé í lagi síðustu daga.
Ég kom mér því niður í Keflavík í gær og fór á Heilbrigðisstofnunina í hjartsláttarmælingu.
Hjartslátturinn var sterkur og vel greinanlegur, 150-160 slög... það náðist ekki nákvæm talning.
Mýtan um að stelpu-hjartsláttur sé hraðari en stráka-hjartsláttur er bull og vitleysa.
Sagt er að stelpur séu með yfir 140 slög og stákar undir 140 slögum, en Björgvin var alltaf með um 153 og hann er eins mikill strákur og hægt er að vera... og þangað til 9. des er ég 99% viss um að Dex er líka strákur :-)
Mér á illilega eftir að bregða í brún ef dex reynist svo vera stelpa :-þ
En það myndi sko ekki gera neitt til... Jóhanna er búin að lofa kjólum og stelpu stöffi svo við værum í góðum málum :-)
Stelpur eru líka frábærar... amk finnst mér það og ég er stelpa :-D
Ég kom mér því niður í Keflavík í gær og fór á Heilbrigðisstofnunina í hjartsláttarmælingu.
Hjartslátturinn var sterkur og vel greinanlegur, 150-160 slög... það náðist ekki nákvæm talning.
Mýtan um að stelpu-hjartsláttur sé hraðari en stráka-hjartsláttur er bull og vitleysa.
Sagt er að stelpur séu með yfir 140 slög og stákar undir 140 slögum, en Björgvin var alltaf með um 153 og hann er eins mikill strákur og hægt er að vera... og þangað til 9. des er ég 99% viss um að Dex er líka strákur :-)
Mér á illilega eftir að bregða í brún ef dex reynist svo vera stelpa :-þ
En það myndi sko ekki gera neitt til... Jóhanna er búin að lofa kjólum og stelpu stöffi svo við værum í góðum málum :-)
Stelpur eru líka frábærar... amk finnst mér það og ég er stelpa :-D
Posted by Nornin on desember 3, 2008 9:40 FH
desember 13, 2008
Kynið
Hér að neðan er kynið opinberað.
Best að hafa það ekki á forsíðunni ef vera skildi að Brynja kíkti hingað!
Bebe 2 er líka strákur :-)
Við erum endalaust hamingjusöm með það :-D
Best að hafa það ekki á forsíðunni ef vera skildi að Brynja kíkti hingað!
Bebe 2 er líka strákur :-)
Við erum endalaust hamingjusöm með það :-D
Posted by Nornin on desember 13, 2008 1:05 FH
20 vikna sónar
Loksins hafði ég mig í að skanna sónarmyndirnar og hér sjáið þið forsmekkinn af Bebe 2, fallegasta fóstur í heimi!

Dásamlegar litlar táslur!

Alveg eins og stóri bróðir :-)

Dásamlegar litlar táslur!

Alveg eins og stóri bróðir :-)
nóvember 2008 Archives
nóvember 13, 2008
Hjartsláttur
Ég fór í læknisskoðun í gær og það fannst enginn hjartsláttur hjá dex, svo ég var send í aukasónar til að vera viss um að allt væri í lagi.
Auðvitað var þetta smá áfall, en við vorum bæði alveg viss um að allt væri eins og það á að vera.
Fengum strax tíma á kvennadeildinni og að sjálfsögðu var hellings hjartsláttur hjá dex, sterkur og góður :-)
Fengum ekki myndir í þetta skiptið þar sem 20 vikna sónarinn er eftir mánuð... en ég get sagt ykkur að þetta barn er bara jafn sætt og bebe nr. 1 ;-)
Auðvitað var þetta smá áfall, en við vorum bæði alveg viss um að allt væri eins og það á að vera.
Fengum strax tíma á kvennadeildinni og að sjálfsögðu var hellings hjartsláttur hjá dex, sterkur og góður :-)
Fengum ekki myndir í þetta skiptið þar sem 20 vikna sónarinn er eftir mánuð... en ég get sagt ykkur að þetta barn er bara jafn sætt og bebe nr. 1 ;-)
október 2008 Archives
október 2, 2008
Sónar og skoðun
Jæja, nú fer allt að gerast. Fyrsti þriðjungur meðgöngunnar langt kominn og mæðraskoðun og sónar í næstu viku.
Um leið og við fáum myndir set ég þær hérna inn :-)
Um leið og við fáum myndir set ég þær hérna inn :-)
Posted by Nornin on október 2, 2008 1:33 EH
október 16, 2008
11v2d

Hérna sést ofan á höfuðið á Dex

Hérna sést vangasvipurinn, hnefi og fótur.
Ekkert smá sætt fóstur :-)
Posted by Nornin on október 16, 2008 11:02 FH
október 29, 2008
Kvart
Linda Rós var að kvarta yfir að það væri ekkert að lesa hérna, svo ætli það sé ekki best að ég bæti úr því.
Það er bara EKKERT að frétta!
Eina sem er, er að ég get síður drukkið kaffi núna... en það er víst ekkert of hollt hvort eð er, þannig að ég læt það bara í friði :-)
Það er bara EKKERT að frétta!
Eina sem er, er að ég get síður drukkið kaffi núna... en það er víst ekkert of hollt hvort eð er, þannig að ég læt það bara í friði :-)
september 2008 Archives
september 13, 2008
Dex
Ah, jæja.
Annað lítið barn á leiðinni :-)
Okkur Unnar brá smá þegar ljóst varð að ennþá meiri fjölgun yrði í fjölskyldunni, en við ætluðum alltaf að eignast fleiri börn... því ekki að drífa bara í þessu ;-)
Þar sem þetta er bebe nr. 2 erum við mikið rólegri en með Björgvin, nú vitum við hvað er í vændum og ekkert stressar okkur.
Ég er sennilega komin um 8 vikur og áætlaður komudagur nýja ormsins er 23. apríl :-)
Það er náttúrulega ekkert að gerast þannig að það verður lítið að frétta af þessu fyrr en lengra líður á meðgönguna.

Annað lítið barn á leiðinni :-)
Okkur Unnar brá smá þegar ljóst varð að ennþá meiri fjölgun yrði í fjölskyldunni, en við ætluðum alltaf að eignast fleiri börn... því ekki að drífa bara í þessu ;-)
Þar sem þetta er bebe nr. 2 erum við mikið rólegri en með Björgvin, nú vitum við hvað er í vændum og ekkert stressar okkur.
Ég er sennilega komin um 8 vikur og áætlaður komudagur nýja ormsins er 23. apríl :-)
Það er náttúrulega ekkert að gerast þannig að það verður lítið að frétta af þessu fyrr en lengra líður á meðgönguna.

júlí 2009 Archives
júlí 5, 2009
Litli snillingurinn
Við eigum lítinn snilling. Ég var að sýna Björgvini alls konar myndbönd fyrir börn á Youtube og þurfti að skreppa frá. Á meðan spilaði Björgvin tvö myndbönd alveg sjálfur af vefsíðunni.Posted by Lisander on júlí 5, 2009 3:40 EH
júní 2009 Archives
júní 9, 2009
Snudduskipti
júní 30, 2009
Besti vinur
Núna, rétt þegar mánaðar sumarfrí er að byrja þá segir Katrín dagmamma okkur að Björgvin sé kominn með besta vin á dag(mömmu)heimilinu sínu Englakoti.
Sá heitir Baldur og þeir Björgvin eru mikið að hnoðast hvor í öðrum eða að stríða hinum börnunum.... :-p
Sá heitir Baldur og þeir Björgvin eru mikið að hnoðast hvor í öðrum eða að stríða hinum börnunum.... :-p
maí 2009 Archives
maí 2, 2009
Fyrstu kynni af yngri bróður
Við Andrea höfum mikið velt því fyrir okkur hvernig Björgvin tæki á móti nýja barninu (Þorgeiri Úlfari) og höfum haft nokkrar áhyggjur af því að Björgvin gæti orðið afbrýðisamur út í barnið.
Nú eru 17 og 1/2 mánuður á milli þeirra og óvíst að það sé nógu þroskað til að verða afbrýðisamur. Eftir því sem okkur skilst þá er mesta hættan á afbrýðisemi þegar eldra systkinið er á milli 2 og 6 ára gamalt. Björgvin hefur félagsþroska á við 2ja ára (hann er byrjaður að "leika með" öðrum börnum) og hugsanlega hefði það áhrif á viðbrögð hans við nýju systkini.
Þorgeir kom heim í dag. Við Björgvin fórum saman að sækja hann, (já, það var búið að aflétta banni við komu barna á Kvennadeildina! Vei!! :-) ), Björgvin fékk að sjá Þorgeir og snerta hann en Björgvin var reyndar ekki alveg viss "hvað" þetta eiginlega væri, enda Þorgeir sofandi.
Á leiðinni heim var Björgvin afar forvitinn og langaði mikið að sjá betur hvað þetta litla sem væri að ferðast með honum væri að gera.
Þegar heim var komið fékk Björgvin nær óskipta athygli mína á meðan Andrea sinnti Þorgeiri og svo öfugt. Okkur fannst á sumum viðbrögðum að Björgvin væri já, pínu abbó út í Þorgeir. Þarna væri þetta "skrýtna litla" komið inn á heimilið mitt. Alla vegana fór Björgvin iðulega í burtu þegar við kölluðum á hann, hann draslaði til af meiri krafti en oftast áður og virstist vera almennt frekar órór. Einnig tók hann upp á ýmsum nýjungum eins og t.d. "hindrunarhlaup" (setti alls kyns hindranir upp og prílaði yfir þær. Notaði einna helst hirslubox úr sjónvarpshillunni, IKEA "tunnugorm" og óhreinatauskörfuna fyrir hindranir), setti snudduna í munnvikið (nokkuð sem ég hef aldrei séð hann gera áður), fór í skóna mína og hann sagði nokkur ný "orð" (hjóðasamsetningar).
Allan tíman var hann samt örlítið forvitinn en vildi fara jafn harðan og hann var búinn að sjá hvað litli bróðir var að gera. Við leyfum Björgvini auðvitað að sjá allt og erum meðvituð um að hann vilji kannski ekkert vera að glápa endalaust þannig að Björgvin fékk mikið frelsi í dag á heimilinu auk endalausrar athygli frá því okkar sem ekki var að sinna Þorgeiri.
Í kvöld komust við að því að þetta verður að öllum líkindum ekkert mál. Þorgeir var eitthvað órólegur í vöggunni sinni og tek ég hann upp og hef á öxlinni. Björgvin vill koma líka í fangið á mér þannig að ég ákveð að setjast niður á gólf svo að Björgvin sjái sem allra best hvað litli bróðir er að gera á öxlinni hans pabba. Björgvin fékk líka að koma við Þorgeir eins og hann vildi og varð ég fljótt var við það að Björgvin strauk litla bróður blíðlega (var "ahh" við litla bróður). Þegar Björgvin fékk hrós og hvatningu varð hann ofsalega kátur og hljóp fram, kom inn aftur, skríkti ennþá meir og fór þannig nokkrar ferðir fram og til baka. Skömmu seinna spyr Andrea Björgvin hvort þau ættu finna snuddu fyrir litla bróður. Björgvin tekur þá sína eigin snuddu út úr sér og réttir að Þorgeiri sem þá var kominn aftur í vögguna. Við urðum ekkert smá stolt af okkar manni enda fátt sem Björgvin elskar meira en snuðið sitt og það að hann sé tilbúinn að gefa litla (skrýtna) bróður snuðið sitt segir nánast allt sem segja þarf. Björgvin fékk auðvitað fullt af kossum og mikið hrós frá okkur báðum fyrir örlætið og varð klárlega afar stoltur af sjálfum sér.
Hann má vera það, enda alger engill !! :-)
Nú eru 17 og 1/2 mánuður á milli þeirra og óvíst að það sé nógu þroskað til að verða afbrýðisamur. Eftir því sem okkur skilst þá er mesta hættan á afbrýðisemi þegar eldra systkinið er á milli 2 og 6 ára gamalt. Björgvin hefur félagsþroska á við 2ja ára (hann er byrjaður að "leika með" öðrum börnum) og hugsanlega hefði það áhrif á viðbrögð hans við nýju systkini.
Þorgeir kom heim í dag. Við Björgvin fórum saman að sækja hann, (já, það var búið að aflétta banni við komu barna á Kvennadeildina! Vei!! :-) ), Björgvin fékk að sjá Þorgeir og snerta hann en Björgvin var reyndar ekki alveg viss "hvað" þetta eiginlega væri, enda Þorgeir sofandi.
Á leiðinni heim var Björgvin afar forvitinn og langaði mikið að sjá betur hvað þetta litla sem væri að ferðast með honum væri að gera.
Þegar heim var komið fékk Björgvin nær óskipta athygli mína á meðan Andrea sinnti Þorgeiri og svo öfugt. Okkur fannst á sumum viðbrögðum að Björgvin væri já, pínu abbó út í Þorgeir. Þarna væri þetta "skrýtna litla" komið inn á heimilið mitt. Alla vegana fór Björgvin iðulega í burtu þegar við kölluðum á hann, hann draslaði til af meiri krafti en oftast áður og virstist vera almennt frekar órór. Einnig tók hann upp á ýmsum nýjungum eins og t.d. "hindrunarhlaup" (setti alls kyns hindranir upp og prílaði yfir þær. Notaði einna helst hirslubox úr sjónvarpshillunni, IKEA "tunnugorm" og óhreinatauskörfuna fyrir hindranir), setti snudduna í munnvikið (nokkuð sem ég hef aldrei séð hann gera áður), fór í skóna mína og hann sagði nokkur ný "orð" (hjóðasamsetningar).
Allan tíman var hann samt örlítið forvitinn en vildi fara jafn harðan og hann var búinn að sjá hvað litli bróðir var að gera. Við leyfum Björgvini auðvitað að sjá allt og erum meðvituð um að hann vilji kannski ekkert vera að glápa endalaust þannig að Björgvin fékk mikið frelsi í dag á heimilinu auk endalausrar athygli frá því okkar sem ekki var að sinna Þorgeiri.
Í kvöld komust við að því að þetta verður að öllum líkindum ekkert mál. Þorgeir var eitthvað órólegur í vöggunni sinni og tek ég hann upp og hef á öxlinni. Björgvin vill koma líka í fangið á mér þannig að ég ákveð að setjast niður á gólf svo að Björgvin sjái sem allra best hvað litli bróðir er að gera á öxlinni hans pabba. Björgvin fékk líka að koma við Þorgeir eins og hann vildi og varð ég fljótt var við það að Björgvin strauk litla bróður blíðlega (var "ahh" við litla bróður). Þegar Björgvin fékk hrós og hvatningu varð hann ofsalega kátur og hljóp fram, kom inn aftur, skríkti ennþá meir og fór þannig nokkrar ferðir fram og til baka. Skömmu seinna spyr Andrea Björgvin hvort þau ættu finna snuddu fyrir litla bróður. Björgvin tekur þá sína eigin snuddu út úr sér og réttir að Þorgeiri sem þá var kominn aftur í vögguna. Við urðum ekkert smá stolt af okkar manni enda fátt sem Björgvin elskar meira en snuðið sitt og það að hann sé tilbúinn að gefa litla (skrýtna) bróður snuðið sitt segir nánast allt sem segja þarf. Björgvin fékk auðvitað fullt af kossum og mikið hrós frá okkur báðum fyrir örlætið og varð klárlega afar stoltur af sjálfum sér.
Hann má vera það, enda alger engill !! :-)
Posted by Lisander on maí 2, 2009 10:56 EH
maí 8, 2009
Stóri bróðir
Jæja, fyrsta vikan sem stóri bróðir var alveg ágæt.
Björgvin sýnir ekki mikil merki þess að vera afbrýðisamur, en hann er dálítið lítill í sér á dagheimilinu og þarf að láta "kela" sig aðeins meira en venjulega.
Að öðru leyti hefur hann lítinn áhuga á litla bróður en veit þó að við erum að tala um Þorgeir þegar við segjum "brói" við hann.
Annars er hreyfi- og félagsþroski í fullri þróun þessa dagana og orðið pabbi heyrist æ oftar (annars hefur það alltaf verið mamma yfir okkur bæði). Björgvin er farinn að setja upp "þrautabrautir" fyrir sig (með að rusla öllu til í stofunni og klifra svo í dótinu) og er orðinn ansi fær í að henda og sparka boltum.
Unnar tók sig til og keypti sand í sandkassann okkar og lagaði og málaði kofann í garðinum svo nú getur Björgvin fengið að rasa út heima hjá sér um helgar :-)
Húrra fyrir pabba!
Björgvin sýnir ekki mikil merki þess að vera afbrýðisamur, en hann er dálítið lítill í sér á dagheimilinu og þarf að láta "kela" sig aðeins meira en venjulega.
Að öðru leyti hefur hann lítinn áhuga á litla bróður en veit þó að við erum að tala um Þorgeir þegar við segjum "brói" við hann.
Annars er hreyfi- og félagsþroski í fullri þróun þessa dagana og orðið pabbi heyrist æ oftar (annars hefur það alltaf verið mamma yfir okkur bæði). Björgvin er farinn að setja upp "þrautabrautir" fyrir sig (með að rusla öllu til í stofunni og klifra svo í dótinu) og er orðinn ansi fær í að henda og sparka boltum.
Unnar tók sig til og keypti sand í sandkassann okkar og lagaði og málaði kofann í garðinum svo nú getur Björgvin fengið að rasa út heima hjá sér um helgar :-)
Húrra fyrir pabba!
Posted by Nornin on maí 8, 2009 10:55 EH
maí 18, 2009
Sofið einn
Ég tók aðra rimlahliðina úr rúminu hans Björgvins í gær og ákvað að nú væri kominn tími til að hann færi að sofna í sínu rúmi.
Hann sofnaði þar í gær, með pabba sinn hjá sér og vaknaði ekki fyrr en um kl. 5 og kom þá uppí.
Reyndar var ekki mikið sofið eftir kl. 5 því Þorgeir var að drekka og Björgvin því bara vel vakandi og hress :-)
Morgunhaninn minn!
Hann og Unnar fóru því á fætur um 6 leytið en ég og Þorgeir kúrðum áfram til 9.
Ljós þessir synir okkar :-)
Hann sofnaði þar í gær, með pabba sinn hjá sér og vaknaði ekki fyrr en um kl. 5 og kom þá uppí.
Reyndar var ekki mikið sofið eftir kl. 5 því Þorgeir var að drekka og Björgvin því bara vel vakandi og hress :-)
Morgunhaninn minn!
Hann og Unnar fóru því á fætur um 6 leytið en ég og Þorgeir kúrðum áfram til 9.
Ljós þessir synir okkar :-)
apríl 2009 Archives
apríl 17, 2009
"Stóri" bróðir
Æi hvað mér finnst hann Björgvin minn vera lítill ennþá :-/
Hann kann ekki að tala, finnst best að sofa upp í og fær ennþá 1 pela fyrir svefninn... en samt á hann núna að fara að verða stóri bróðir... mömmu hjartað tekur kipp í hvert sinn sem ég hugsa um það að kannski fái hann ekki næga athygli eftir að nýji ormurinn kemur í heiminn og ég er þvílíkt hrædd um að hann "verði útundan" fyrstu dagana, svona rétt á meðan við Unnar erum að koma okkur í gírinn að vera tveggja barna foreldrar.
Hann er svo mikill mömmu strákur þessi elska (ekki sjúklega háður mér samt) og ég er svo mikill Björgvins-Mamma að ég kvíði bara fyrir að geta ekki verið að sinna honum allan daginn út og inn.
En svona er þetta víst ef maður ákveður að eignast fleiri börn, það breytist allt.
BH er samt orðinn svakalega stór og er farinn að leika við hina krakkana á dagheimilinu, ekki bara við hliðina á þeim eins og önnur börn á hans aldri, heldur leika með þeim stærri :-)
Við erum brjálað stolt af þessum mikla félagsþroska :-D
Hann kann ekki að tala, finnst best að sofa upp í og fær ennþá 1 pela fyrir svefninn... en samt á hann núna að fara að verða stóri bróðir... mömmu hjartað tekur kipp í hvert sinn sem ég hugsa um það að kannski fái hann ekki næga athygli eftir að nýji ormurinn kemur í heiminn og ég er þvílíkt hrædd um að hann "verði útundan" fyrstu dagana, svona rétt á meðan við Unnar erum að koma okkur í gírinn að vera tveggja barna foreldrar.
Hann er svo mikill mömmu strákur þessi elska (ekki sjúklega háður mér samt) og ég er svo mikill Björgvins-Mamma að ég kvíði bara fyrir að geta ekki verið að sinna honum allan daginn út og inn.
En svona er þetta víst ef maður ákveður að eignast fleiri börn, það breytist allt.
BH er samt orðinn svakalega stór og er farinn að leika við hina krakkana á dagheimilinu, ekki bara við hliðina á þeim eins og önnur börn á hans aldri, heldur leika með þeim stærri :-)
Við erum brjálað stolt af þessum mikla félagsþroska :-D
mars 2009 Archives
mars 11, 2009
Sofið í sínu eigin rúmi
Björgvin Hrafnar er að búa sig undir það að verða stóri bróðir og er farinn að sofa í sínu rúmi á næturnar!
Við byrjuðum á þessu ferli í síðustu viku (á fimmtudaginni nánar tiltekið og það gekk vonum framar). Hann vaknar reyndar af og til á næturnar og þá þarf að hlaupa inn til hans og finna snudduna... en þá róast hann venjulega um leið :-)
Næsta skref er að venja hann af pela O_o
Hann fær reyndar bara einn á dag fyrir svefninn en það þarf að fara að kötta hann út líka.
Þetta verður kannski smá mál, en það verður að gera þetta fyrr eða síðar :-)
Við byrjuðum á þessu ferli í síðustu viku (á fimmtudaginni nánar tiltekið og það gekk vonum framar). Hann vaknar reyndar af og til á næturnar og þá þarf að hlaupa inn til hans og finna snudduna... en þá róast hann venjulega um leið :-)
Næsta skref er að venja hann af pela O_o
Hann fær reyndar bara einn á dag fyrir svefninn en það þarf að fara að kötta hann út líka.
Þetta verður kannski smá mál, en það verður að gera þetta fyrr eða síðar :-)
mars 28, 2009
Enn um labbakút
Björgvin litli er farinn að arka um eins og herforingi. Hann er búinn að heimsækja báðar ömmurnar sínar, langömmu og Siggu frænku og þramma um öll gólf á hverjum stað. Hugsanlega er hasarinn að aukast því þegar Andrea sótti hann til Dagmömmunnar á föstudaginn var einn strákur skælandi og með sprungna vör. Seinna um kvöldið tók ég eftir að Björgvin var marinn á annari kinninni og er hugsanlegt að Björgvin og hinn strákurinn hafi skollið saman í einhverjum ærslum rétt áður en þeir voru sóttir, við hreinlega vitum það ekki...
Hlutirnir í hillunum okkar færast ofar og dótið á borðunum innar til samræmis við gríðarlegan vöxt Björgvins. Ég held í alvöru að hann sé búinn að taka vaxtarkipp einu sinni í viku síðasta mánuðinn. Allavegana eigum við núna fullt af samfellum sem pössuðu fyrir örfáum vikum en eru eins og prýðis spandexgalli utan á honum akkúrat núna. Það þýðir bara það að við þurfum að sækja fatalagerinn hans niður í kjallara og "uppfæra" fataskúffurnar hans. Gott að hafa þennan svakalega lager í kreppunni :-)
Að lokum sendum við Björgvin okkar bestu kveðjur norður til Lindu og Lárusar sem fyrr í dag eignuðust pínulítinn leikfélaga handa BH og Þorgeiri litla bróður. :-)
Hlutirnir í hillunum okkar færast ofar og dótið á borðunum innar til samræmis við gríðarlegan vöxt Björgvins. Ég held í alvöru að hann sé búinn að taka vaxtarkipp einu sinni í viku síðasta mánuðinn. Allavegana eigum við núna fullt af samfellum sem pössuðu fyrir örfáum vikum en eru eins og prýðis spandexgalli utan á honum akkúrat núna. Það þýðir bara það að við þurfum að sækja fatalagerinn hans niður í kjallara og "uppfæra" fataskúffurnar hans. Gott að hafa þennan svakalega lager í kreppunni :-)
Að lokum sendum við Björgvin okkar bestu kveðjur norður til Lindu og Lárusar sem fyrr í dag eignuðust pínulítinn leikfélaga handa BH og Þorgeiri litla bróður. :-)
janúar 2009 Archives
janúar 12, 2009
Stand og labb
Einkabarnið (ennþá) stóð sjálft í nokkrar sekúndur að kvöldi 8. janúar og tók eitt hænuskref áður en hann lét sig falla á bossann.
Svo í dag tók hann 2 skref!
Það er ekki langt í að hann fari að ganga!
Eins er ekki langt í að hann fari að tala, því orðin Barbamama, blár og rauður (bara 1x þó) eru komin í orðaforðan :-)
Svo í dag tók hann 2 skref!
Það er ekki langt í að hann fari að ganga!
Eins er ekki langt í að hann fari að tala, því orðin Barbamama, blár og rauður (bara 1x þó) eru komin í orðaforðan :-)
Posted by Nornin on janúar 12, 2009 6:15 EH
janúar 27, 2009
Þar kom að því :-)
English version in "Lesa meira Þar kom að því :-)" link below.
Björgvin er byrjaður að labba af stað. Það gerðist um klukkan hálf sex inni í herberginu hans hér á Austurveginum. Hann einfaldlega stóð upp úti á miðju gólfi, gekk fimm skref og beygði sig eftir trébílakallinum sínum. Hann náði að vísu ekki að grípa kallinn áður en hann pompaði á rassinn en það er allt í lagi. Ég náði myndum af honum á gemsann þegar hann reyndi nokkrum sinnum enn þetta síðdegi og koma þær um leið og ég veit hvernig ég næ þeim inn á bloggið Komnar :). Ég er svo ánægður með litla manninn !!
Byrjaður að labba af stað :-)
Úps..!
Sko mig !!
Björgvin er byrjaður að labba af stað. Það gerðist um klukkan hálf sex inni í herberginu hans hér á Austurveginum. Hann einfaldlega stóð upp úti á miðju gólfi, gekk fimm skref og beygði sig eftir trébílakallinum sínum. Hann náði að vísu ekki að grípa kallinn áður en hann pompaði á rassinn en það er allt í lagi. Ég náði myndum af honum á gemsann þegar hann reyndi nokkrum sinnum enn þetta síðdegi og koma þær um leið og ég veit hvernig ég næ þeim inn á bloggið Komnar :). Ég er svo ánægður með litla manninn !!
Byrjaður að labba af stað :-)
desember 2008 Archives
desember 14, 2008
Meidd
Björgvin skar sig á jólaskrauti í dag og það blæddi massíft úr fingrinum á honum.
Ég komst að því að ég held haus í svoleiðis aðstæðum, annað en pabbinn sem fékk nett taugaáfall og stressaðist allur upp :-þ
Skyndihjálparnámskeiðin skiluðu sér því í dag og mamman fékk hvorki taugaáfall né hræðslukast, heldur tók þessu með stóískri ró og skipaði öllum í kringum sig að hætta að panikka :-)
BH endaði með plástur á fingrinum og tár í augum en það öðru leiti fullkominn eins og vanalega.
Litli gaurinn var voða aumur í smá stund á eftir, en svo var plásturinn tekinn í kvöld og oggopoggo lítill skurður kom í ljós.
Svo lítill meira að segja að annar plástur var ekki nauðsynlegur :-)
Ég komst að því að ég held haus í svoleiðis aðstæðum, annað en pabbinn sem fékk nett taugaáfall og stressaðist allur upp :-þ
Skyndihjálparnámskeiðin skiluðu sér því í dag og mamman fékk hvorki taugaáfall né hræðslukast, heldur tók þessu með stóískri ró og skipaði öllum í kringum sig að hætta að panikka :-)
BH endaði með plástur á fingrinum og tár í augum en það öðru leiti fullkominn eins og vanalega.
Litli gaurinn var voða aumur í smá stund á eftir, en svo var plásturinn tekinn í kvöld og oggopoggo lítill skurður kom í ljós.
Svo lítill meira að segja að annar plástur var ekki nauðsynlegur :-)
Posted by Nornin on desember 14, 2008 11:19 EH
desember 16, 2008
Fyrsta setningin!
Björgvin sagði sína fyrstu (skiljanlegu) setningu í gærkvöldi.
Hann sat uppi í rúminu sínu og var að henda snuddunni sinni fram úr, ég var búin að rétta honum hana 2x þegar ég fattaði allt í einu hvað barnið var að segja...
Hann henti sumsé snuddunni og sagði "dudda datt" með virkilegri innlifun :-D
Ég hélt náttúrulega áfram að rétta honum snuðið og hann hélt áfram að henda því fram úr og segja "dudda datt".
Þá bættust líka orðin "ekki" og "mín" í orðaforðan á síðustu dögum (mín eins og í mamma mín!)
Nú segir hann sumsé mamma, mín, pabbi, kisi, datt, dúdú (lest), dudda (snuð), ekki, hada? (hvað er þetta?) og nei.
10 orð :-)
Edit: OMG! Gleymdi náttúruleag að barnið segir líka amma og afi og gerir svona Úúúú... hljóð þegar honum finnst eitthvað sniðugt eða merkilegt.
Einnig segir hann Bada en ég veit ekki hvort það er bangsi eða eitthvað random bull... en hann virðist samt oft segja það þegar bangsinn hans er annars vegar :-)
Hann sat uppi í rúminu sínu og var að henda snuddunni sinni fram úr, ég var búin að rétta honum hana 2x þegar ég fattaði allt í einu hvað barnið var að segja...
Hann henti sumsé snuddunni og sagði "dudda datt" með virkilegri innlifun :-D
Ég hélt náttúrulega áfram að rétta honum snuðið og hann hélt áfram að henda því fram úr og segja "dudda datt".
Þá bættust líka orðin "ekki" og "mín" í orðaforðan á síðustu dögum (mín eins og í mamma mín!)
Nú segir hann sumsé mamma, mín, pabbi, kisi, datt, dúdú (lest), dudda (snuð), ekki, hada? (hvað er þetta?) og nei.
10 orð :-)
Edit: OMG! Gleymdi náttúruleag að barnið segir líka amma og afi og gerir svona Úúúú... hljóð þegar honum finnst eitthvað sniðugt eða merkilegt.
Einnig segir hann Bada en ég veit ekki hvort það er bangsi eða eitthvað random bull... en hann virðist samt oft segja það þegar bangsinn hans er annars vegar :-)
Posted by Nornin on desember 16, 2008 9:51 EH
desember 20, 2008
Fyrsta sjúkrahússdvölin
Björgvin var búinn að vera með hita alla vikuna og á miðvikudaginn sagði heilsugæslulæknirinn okkur að ef hann yrði ekki hitalaus á föstudaginn þá ætti ég að fara með hann á Barnaspítalan í blóðprufu.
Ég gerði það svo þar sem litli ormurinn var ennþá með 40° á föstudagsmorguninn.
Á Barnaspítalanum var tekin þvagprufa og smá blóðprufa (stungutest) og niðurstöðurnar voru ekki nægilega góðar. Það var hækkun á CPR gildi og líka á hvítum blóðkornum, sem bendir eindregið til einhverrar sýkingar. Læknarnir giskuðu helst á þvagfærasýkingu eða væga lungnabólgu.
Björgvin fór í lungnamyndatöku og þar sem ég er ófrísk mátti ég ekki vera hjá honum á meðan... mínum var sko slétt sama og heillaði hjúkkurnar upp úr skónum með því að liggja bara alveg grafkyrr á meðan þær tóku myndina og leyfði þeim að klæða sig í aftur og allt :-)
Þvílíku hrósin sem hann fékk frá þeim, það mætti halda að drengurinn væri gerður úr gulli!! (Mamma brjálað stolt að sjálfsögðu :-D )
Á lungnamyndinni sást bara ponsulítill blettur svo lungnabólga var fljótlega afskrifuð sem orsökin. Þá var þvagfærasýking það næst líklegasta og til að ná í "hreint" þvag varð að setja upp þvaglegg.
Það tókst nú ekki í fyrstu tilraun því Björgvin hefur líklegast verið nýbúinn að pissa þegar þær reyndu að ná í þvagið.
Önnur tilraun var gerð klukkutíma seinna, tókst betur og náðist nóg þvag til að senda í ræktun.
Þá tóku blóðprufu raunirnar við.
Fyrsti læknirinn sem reyndi fann ekki æð.
Næsti fann æð en hún rifnaði, svo fann hann aðra æð sem rifnaði líka.
Það var gefist upp eftir að aðeins náðist nóg í 2 litlar blóðprufur.
Þegar þarna var komið sögu var Unnar mættur á svæðið og ég skrapp út í Keflavík til að sækja "gistitöskurnar" þar sem búið var að ákveða að við yrðum á staðnum þar sýkingin finndist.
Björgvin náði að sofna í svona klukkutíma og amma Silla kom að fylgjast með litla gullinu sínu.
Þegar hann vaknaði kom einn læknir í viðbót og náði að setja upp æðalegg í æð í höfðinu á honum. Þá loksins náðust góðar blóðprufur og Björgvin fékk breiðvirk sýklalyf í æð.
Á þeim þvagprufum sem búið var að skoða sást að hann var dálítið þurr og fékk því næringu í æð. Náttúrulega búinn að vera með 40° hita í 5 daga og búinn að vera lystarlaus og kannski ekki alveg nógu duglegur að drekka.
Þegar ég kom til baka voru þeir feðgar komnir upp á deild og Björgvin kominn með næringu í æðina :-)

Ég gat nú ekki annað en brosað af honum. Hann lítur út eins og lítill álfur :-D
Að venju var hann hress og kátur, alveg sama um þetta snúru drasl, svo framarlega sem pabbi nennti að ganga á eftir honum með súluna með dælunni :-)

Mamman fékk náðarsamlegast að fara heim til mömmu sinnar að sofa um kl. 10 og pabbinn varð eftir á deildinni.
Björgvin sofnaði um 10.40 og vaknaði nokkrum sinnum yfir nóttina, aðallega til að láta skipta á sér, þar sem næring í æð veldur miklu þvagláti.
Þegar ég kom aftur á sjúkrahúsið um klukkan hálf 12, tjáði Unnar mér að búið væri að útskrifa Björgvin!
Sýkingin reyndist ekki vera þvagfærasýking né nokkur önnur sýkning, heldur sennilegast einhver hitavírus sem veldur hækkun á CPR gildum og fjölgum hvítra blóðkorna.
Hann var líka hitalaus og búinn að vera það frá miðnætti.
Við fáum að vita ef eitthvað fleira kemur út úr blóðprufunum, en svo eigum við bara að koma í eftirskoðun 6. janúar.
Ég gerði það svo þar sem litli ormurinn var ennþá með 40° á föstudagsmorguninn.
Á Barnaspítalanum var tekin þvagprufa og smá blóðprufa (stungutest) og niðurstöðurnar voru ekki nægilega góðar. Það var hækkun á CPR gildi og líka á hvítum blóðkornum, sem bendir eindregið til einhverrar sýkingar. Læknarnir giskuðu helst á þvagfærasýkingu eða væga lungnabólgu.
Björgvin fór í lungnamyndatöku og þar sem ég er ófrísk mátti ég ekki vera hjá honum á meðan... mínum var sko slétt sama og heillaði hjúkkurnar upp úr skónum með því að liggja bara alveg grafkyrr á meðan þær tóku myndina og leyfði þeim að klæða sig í aftur og allt :-)
Þvílíku hrósin sem hann fékk frá þeim, það mætti halda að drengurinn væri gerður úr gulli!! (Mamma brjálað stolt að sjálfsögðu :-D )
Á lungnamyndinni sást bara ponsulítill blettur svo lungnabólga var fljótlega afskrifuð sem orsökin. Þá var þvagfærasýking það næst líklegasta og til að ná í "hreint" þvag varð að setja upp þvaglegg.
Það tókst nú ekki í fyrstu tilraun því Björgvin hefur líklegast verið nýbúinn að pissa þegar þær reyndu að ná í þvagið.
Önnur tilraun var gerð klukkutíma seinna, tókst betur og náðist nóg þvag til að senda í ræktun.
Þá tóku blóðprufu raunirnar við.
Fyrsti læknirinn sem reyndi fann ekki æð.
Næsti fann æð en hún rifnaði, svo fann hann aðra æð sem rifnaði líka.
Það var gefist upp eftir að aðeins náðist nóg í 2 litlar blóðprufur.
Þegar þarna var komið sögu var Unnar mættur á svæðið og ég skrapp út í Keflavík til að sækja "gistitöskurnar" þar sem búið var að ákveða að við yrðum á staðnum þar sýkingin finndist.
Björgvin náði að sofna í svona klukkutíma og amma Silla kom að fylgjast með litla gullinu sínu.
Þegar hann vaknaði kom einn læknir í viðbót og náði að setja upp æðalegg í æð í höfðinu á honum. Þá loksins náðust góðar blóðprufur og Björgvin fékk breiðvirk sýklalyf í æð.
Á þeim þvagprufum sem búið var að skoða sást að hann var dálítið þurr og fékk því næringu í æð. Náttúrulega búinn að vera með 40° hita í 5 daga og búinn að vera lystarlaus og kannski ekki alveg nógu duglegur að drekka.
Þegar ég kom til baka voru þeir feðgar komnir upp á deild og Björgvin kominn með næringu í æðina :-)

Ég gat nú ekki annað en brosað af honum. Hann lítur út eins og lítill álfur :-D
Að venju var hann hress og kátur, alveg sama um þetta snúru drasl, svo framarlega sem pabbi nennti að ganga á eftir honum með súluna með dælunni :-)

Mamman fékk náðarsamlegast að fara heim til mömmu sinnar að sofa um kl. 10 og pabbinn varð eftir á deildinni.
Björgvin sofnaði um 10.40 og vaknaði nokkrum sinnum yfir nóttina, aðallega til að láta skipta á sér, þar sem næring í æð veldur miklu þvagláti.
Þegar ég kom aftur á sjúkrahúsið um klukkan hálf 12, tjáði Unnar mér að búið væri að útskrifa Björgvin!
Sýkingin reyndist ekki vera þvagfærasýking né nokkur önnur sýkning, heldur sennilegast einhver hitavírus sem veldur hækkun á CPR gildum og fjölgum hvítra blóðkorna.
Hann var líka hitalaus og búinn að vera það frá miðnætti.
Við fáum að vita ef eitthvað fleira kemur út úr blóðprufunum, en svo eigum við bara að koma í eftirskoðun 6. janúar.
Posted by Nornin on desember 20, 2008 11:37 EH
desember 26, 2008
Jóla jóla
Fyrstu kreppujólin afstaðin og í miðað við hvað Björgvin fékk mikið af gjöfum þá er sko engin kreppa í þessu landi!
Hann fékk jafnvel meira af gjöfum en í fyrra og þótti okkur þó nóg um þá!
Mamma og pabbi = 4 DVD diskar (2x Maggi mörgæs, latibær og Bubbi byggir)
Amma Silla og afi Steinar = Hluti af nýja vagninum, gjafabréf í Kringlunni, traktor með dýrum, jólaskraut.
Afi Ævar og Una = Samfella og gammosíur.
Langafi Olli = Hluti af nýja vagninum, bók og sokkabuxur.
Langamma Svava = Kubbapúsl.
Jögga ömmusystir = Húfa með nafninu hans.
Rögnvaldur frændi = Hundur í bandi.
Þorfinna Ellen = Bra bra bók.
Linda og Lárus = DVD með Bubba byggi
Jósef Dagur = Handklæði með hettu.
Rún "frænka" = Bangsi.
Hulda "frænka" = Bókin Fyrstu orðin.
Fanney "frænka" = Unicef myndabækur.
Amma Stína = Handklæði með nafninum hans, bolti og bók.
Langamma Þórhildur = Lest sem keyrir sjálf, bolur.
Bjössi ömmubróðir og co = Mjá mjá bók.
Við héldum í alvöru að pakkaflóðið myndi aldrei stöðvast!
Björgvin hafði lítinn áhuga á pökkunum sjálfum en var alltaf voða hrifinn þegar innihaldið kom í ljós :-)
Þá úh-aði hann og ah-aði af hrifningu.
Svo er best að taka það fram að á jóladag fundust 3 nýjar tennur (tennurnar fyrir aftan augntennurnar, sem eru ekki komnar upp) og 3 aðrar eru að láta á sér kræla.
Þratt fyrir að vera að taka 6 tennur, hefur drengurinn verið eins og engill og sagði 3 ný orð í morgun!
Þau voru Bíbí (sem hljómaði reyndar eins og babí), nebbi og klappa.
Hann er bara að verða altalandi barnið :-p
Hann fékk jafnvel meira af gjöfum en í fyrra og þótti okkur þó nóg um þá!
Mamma og pabbi = 4 DVD diskar (2x Maggi mörgæs, latibær og Bubbi byggir)
Amma Silla og afi Steinar = Hluti af nýja vagninum, gjafabréf í Kringlunni, traktor með dýrum, jólaskraut.
Afi Ævar og Una = Samfella og gammosíur.
Langafi Olli = Hluti af nýja vagninum, bók og sokkabuxur.
Langamma Svava = Kubbapúsl.
Jögga ömmusystir = Húfa með nafninu hans.
Rögnvaldur frændi = Hundur í bandi.
Þorfinna Ellen = Bra bra bók.
Linda og Lárus = DVD með Bubba byggi
Jósef Dagur = Handklæði með hettu.
Rún "frænka" = Bangsi.
Hulda "frænka" = Bókin Fyrstu orðin.
Fanney "frænka" = Unicef myndabækur.
Amma Stína = Handklæði með nafninum hans, bolti og bók.
Langamma Þórhildur = Lest sem keyrir sjálf, bolur.
Bjössi ömmubróðir og co = Mjá mjá bók.
Við héldum í alvöru að pakkaflóðið myndi aldrei stöðvast!
Björgvin hafði lítinn áhuga á pökkunum sjálfum en var alltaf voða hrifinn þegar innihaldið kom í ljós :-)
Þá úh-aði hann og ah-aði af hrifningu.
Svo er best að taka það fram að á jóladag fundust 3 nýjar tennur (tennurnar fyrir aftan augntennurnar, sem eru ekki komnar upp) og 3 aðrar eru að láta á sér kræla.
Þratt fyrir að vera að taka 6 tennur, hefur drengurinn verið eins og engill og sagði 3 ný orð í morgun!
Þau voru Bíbí (sem hljómaði reyndar eins og babí), nebbi og klappa.
Hann er bara að verða altalandi barnið :-p
nóvember 2008 Archives
nóvember 3, 2008
Labbi labb!
Björgvin Hrafnar byrjaði að labba með í gær!
Hann fékk lánaðan vagn til að ýta á undan sér hjá Gullý og var búinn að vera að vesenast helling með hann.
Svo í gærmorgun vorum við að leika með hann og ég var að reyna að sýna honum hvernig maður á að beygja hnéin til að ganga :-)
Svo beið litla elskan eftir að mamma og pabbi væru bæði á gólfinu að leika við hann og volá! Gekk ein 4-5 skref með vagninn fyrir framan sig :-D
Síðar um daginn hélt hann í hendurnar á mér og gekk með mér alveg 2 metra eða svo.
Mamma er svo stolt að hún er að rifna!
Hann reynir líka að standa upp... en ekki upp við neitt... bara einn og sjálfur á miðju gólfi. Stendur stundum eins og lítið V (á hvolfi) með lófa og iljar í gólfinu og skilur ekkert í því afhverju hann kemst ekki lengra :-þ
Hann er aðeins að reyna að hífa sig
upp við stofuborðið, en það gengur ekki alveg... en hann reynir samt :-)
Svo talar hann fullt.
Hann segir mamma, baba, amma, tis (kisi), hada (sem þýðir (að við höldum) hvað er þetta), dudu (snudda) og svo smellir hann saman vörunum þegar hann er svangur.
Oh, þetta er svo rosalega gaman!
Hann fékk lánaðan vagn til að ýta á undan sér hjá Gullý og var búinn að vera að vesenast helling með hann.
Svo í gærmorgun vorum við að leika með hann og ég var að reyna að sýna honum hvernig maður á að beygja hnéin til að ganga :-)
Svo beið litla elskan eftir að mamma og pabbi væru bæði á gólfinu að leika við hann og volá! Gekk ein 4-5 skref með vagninn fyrir framan sig :-D
Síðar um daginn hélt hann í hendurnar á mér og gekk með mér alveg 2 metra eða svo.
Mamma er svo stolt að hún er að rifna!
Hann reynir líka að standa upp... en ekki upp við neitt... bara einn og sjálfur á miðju gólfi. Stendur stundum eins og lítið V (á hvolfi) með lófa og iljar í gólfinu og skilur ekkert í því afhverju hann kemst ekki lengra :-þ
Hann er aðeins að reyna að hífa sig
upp við stofuborðið, en það gengur ekki alveg... en hann reynir samt :-)
Svo talar hann fullt.
Hann segir mamma, baba, amma, tis (kisi), hada (sem þýðir (að við höldum) hvað er þetta), dudu (snudda) og svo smellir hann saman vörunum þegar hann er svangur.
Oh, þetta er svo rosalega gaman!
Posted by Nornin on nóvember 3, 2008 2:48 EH
nóvember 9, 2008
Fyrsta afmælisveislan
Jæja, þá er fyrsta afmælisveislan afstaðin.
Það var mikið gaman og fékk afmælisbarnið svo mikið af gjöfum að mamma var bæði orðlaus og hissa.
Björgvin vaknaði reyndar of seint í eigin veislu en það var bara betra því það þýddi að hann var úthvíldur og var í stuðinu þar til síðustu gestir fóru um kl. 19.30.
Gjafirnar voru ekki bara margar heldur ofsalega góðar og hægt er að sjá þær hér.
Mamman var búin að baka helling (skinkuhorn, muffins, Völuköku, lestarköku og marensgotterí) og amma gerði 3 brauðrétti.
Afmælisbarnið var eins og engill (eins og ávalt) og allir gestirnir hans voru æði.
Kristján Bjarni, Jósef Dagur og Arnar Búi mættu og voru skemmtilegir og löbbuðu um allt.
Björgvin Hrafnar hermdi ekki eftir þeim í þetta skiptið en reynir sennilega fljótlega að sleppa sér og ganga einn.
Foreldrarnir eru sælir og þreyttir eftir daginn, en hlakka samt til að gera þetta aftur að ári :-D
Myndir komnar á Flickrið
Posted by Nornin on nóvember 9, 2008 9:23 EH
nóvember 25, 2008
Upp úr svefni
Björgvin á það til að vakna nokkrum sinnum frá því hann fer að sofa og þar til við skríðum uppí.
Ef hann rumskar þá stekkur annað hvort okkar inn og stingur snuddunni upp í hann og hann róast um leið.
En í gær gerðist nokkuð sniðugt.
Ég heyrði hann umla og fór inn til hans, en þá lá minn bara með snudduna í lófanum og TALAÐI upp úr svefni!
Hann segir náttúrulega engin alvöru orð*, en hann var að babla við sjálfan sig, steinsofandi :-)
Aldrei séð neitt jafn krúttlegt!
Ef hann rumskar þá stekkur annað hvort okkar inn og stingur snuddunni upp í hann og hann róast um leið.
En í gær gerðist nokkuð sniðugt.
Ég heyrði hann umla og fór inn til hans, en þá lá minn bara með snudduna í lófanum og TALAÐI upp úr svefni!
Hann segir náttúrulega engin alvöru orð*, en hann var að babla við sjálfan sig, steinsofandi :-)
Aldrei séð neitt jafn krúttlegt!
*Hann segir alveg nokkur alvöru orð:
mamma, baba (pabbi), amma, dudu (snuð), dúdd dúdd (lest og bíll), tis (kisi), hadda? (hvað er þetta? ég vil sjá þetta)
mamma, baba (pabbi), amma, dudu (snuð), dúdd dúdd (lest og bíll), tis (kisi), hadda? (hvað er þetta? ég vil sjá þetta)
október 2008 Archives
október 1, 2008
Nýr ormur
Fyrir ykkur sem hafið ekki tekið eftir því og/eða ekki heyrt mig segja frá því, þá eigum við von á öðrum ormi í apríl.
Litli drengurinn minn er að verða stóri bróðir og nær þeim áfanga áður en hann nær 18 mánaða aldri!
Við hlökkum auðvitað til og leyfum öllum að fylgjast með á blogginu.
Litli drengurinn minn er að verða stóri bróðir og nær þeim áfanga áður en hann nær 18 mánaða aldri!
Við hlökkum auðvitað til og leyfum öllum að fylgjast með á blogginu.
Posted by Nornin on október 1, 2008 12:10 EH
október 5, 2008
Björgvin kann að skríða!
Hann skreið á hnjánum í fyrsta skiptið þriðjudagskvöldið 30. september og er núna alveg farinn að skríða eins og lítill skriðdreki útum allt!
Posted by Nornin on október 5, 2008 1:40 EH
október 15, 2008
Veikilíus
Síðustu dagar eru sko ekki búnir að vera skemmtilegir. Síðasta fimmtudag kom í ljós að Björgvin hafði fengið augnsýkingu og ofan á það fékk hann líka veirusýkingu með nefrennsli og hálsbólgu. Síðustu dagar og nætur hafa verið óvenju erfiðar hjá okkur, (kannski meira í ætt við það sem foreldrar eiga að venjast, a.m.k. endrum og eins....)
en í dag horfir allt til betri vegar. Björgvin er hitalaus en nefrennslið er ennþá. Hann fer væntanlega aftur til dagmmmunnar eftir helgi. :-)
en í dag horfir allt til betri vegar. Björgvin er hitalaus en nefrennslið er ennþá. Hann fer væntanlega aftur til dagmmmunnar eftir helgi. :-)
Posted by Lisander on október 15, 2008 6:06 EH
október 29, 2008
Púki
Sonur minn er stríðnispúki.
Hann er að stríða krökkunum á dagheimilinu!
Það byrjaði með að hann var að bíta einhverjar af stelpunum (kvennagullið!) en hefur til lukku þróast frá því og yfir í almenna stríðni... hann stríðir meira að segja stóru krökkunum (15-20 mánaða) og lætur sér minni krakka frekar í friði :-)
Stríðnin felst aðallega í að hann skríður að þeim, potar í þau eða hendir sér á þau og svo hlær hann eins og vitleysingur að sjálfum sér... hann á nú ekki langt að sækja þetta... mömmu hans finnast fáir fyndnari en hún sjálf :-þ
Hann er að stríða krökkunum á dagheimilinu!
Það byrjaði með að hann var að bíta einhverjar af stelpunum (kvennagullið!) en hefur til lukku þróast frá því og yfir í almenna stríðni... hann stríðir meira að segja stóru krökkunum (15-20 mánaða) og lætur sér minni krakka frekar í friði :-)
Stríðnin felst aðallega í að hann skríður að þeim, potar í þau eða hendir sér á þau og svo hlær hann eins og vitleysingur að sjálfum sér... hann á nú ekki langt að sækja þetta... mömmu hans finnast fáir fyndnari en hún sjálf :-þ
september 2008 Archives
september 13, 2008
september 18, 2008
Aðlögun
Björgvin er í aðlögun þessa vikuna.
Það gengur alveg rosalega vel og er hann strax farinn að vera frá 8 til hádegis. Á morgun verður hann svo frá 8-14 og svo allann daginn á mánudaginn.
Ekk laust við að mamman sé dálítið miður sín vegna þessa, en börnin stækka... það er víst lítið sem hægt er að gera til að hindra það.
Við ætlum samt bara að hafa hann 4 daga í viku til að byrja með. Mér finnst bara alveg nóg að litli strákurinn minn sé burt frá foreldrunum í 8 tíma á dag í 4 daga.
Það eru alveg 32 tímar... meira en ég er sjálf í skólanum!
Það er enginn skóli á föstudögum og því ætla ég bara að nota tækifærið og vera heima með hann... kannski að nota föstudagana í allar þær "útréttingar" sem eru nauðsynlegar fyrir okkur.
Það gengur alveg rosalega vel og er hann strax farinn að vera frá 8 til hádegis. Á morgun verður hann svo frá 8-14 og svo allann daginn á mánudaginn.
Ekk laust við að mamman sé dálítið miður sín vegna þessa, en börnin stækka... það er víst lítið sem hægt er að gera til að hindra það.
Við ætlum samt bara að hafa hann 4 daga í viku til að byrja með. Mér finnst bara alveg nóg að litli strákurinn minn sé burt frá foreldrunum í 8 tíma á dag í 4 daga.
Það eru alveg 32 tímar... meira en ég er sjálf í skólanum!
Það er enginn skóli á föstudögum og því ætla ég bara að nota tækifærið og vera heima með hann... kannski að nota föstudagana í allar þær "útréttingar" sem eru nauðsynlegar fyrir okkur.
ágúst 2008 Archives
ágúst 20, 2008
Uppfærslur og annað slíkt
Björgvin nennir alls ekki að skríða en mjakar sér þangað sem hann vill komast á rassinum og með "þangað sem hann vill komast" á ég að sjálfsögðu við sjónvarpið og græjurnar okkar... en ormur litli er með fikti-putta og óstjórnlega forvitinn :-)
Hann vex og vex og þroskast hraðar en ég hélt að væri hægt.
Hann er farinn að vinka, segja datt, kisi, mama og baba og svo er hann svo fáránlega duglegur í sundinu að það er engu líkt.
Foreldrarnir að sjálfsögðu að drepast úr stolti eins og venjulega :-)
Það hefur bara aldrei fæðst klárari krakki, hahahah!
Hann vex og vex og þroskast hraðar en ég hélt að væri hægt.
Hann er farinn að vinka, segja datt, kisi, mama og baba og svo er hann svo fáránlega duglegur í sundinu að það er engu líkt.
Foreldrarnir að sjálfsögðu að drepast úr stolti eins og venjulega :-)
Það hefur bara aldrei fæðst klárari krakki, hahahah!
júlí 2008 Archives
júlí 16, 2008
Öppdeit
Æi já, við erum löt að skrifa.
En Björgvin ætlar að verða fulltenntur fyrir fyrsta afmælisdaginn og tennurnar raðast upp í hann :-)
Nú eru hliðar framtennurnar komnar í gegn líka og byrjað að skína aðeins í "vígtennurnar" :-þ
Þegar þær detta inn verða komin 8 stykki af tönnum upp í krakkann!
Hann er ekkert að taka eina og eina í einu... nei, nei, þær koma alltaf í pörum.
Reyndar finnst mér alveg kominn tími á að fá fleiri tennur í neðri góm :-)
Björgvin er farinn að borða meira en áður og því minnka pelagjafirnar jafnt og þétt. Við erum komin niður í svona 4 pela á dag (5 suma daga) og 2 fastar máltíðir (3 suma daga).
Ávaxtamauk og seríos er best en guttinn lætur sig hafa það að borða grænmeti (spínat, gulrætur, sætar kartöflur) en hann er ekki hrifinn af venjulegum kartöflum.
Fínhreyfingarnar hjá honum eru orðnar svo rosalega góðar að hann fer létt með að taka upp seríos og stinga því upp í sig.
Reyndar eru ennþá áhöld um hvort hann verður rétt- eða örvhentur (sem mér finnst vera mjög un-PC orð) því hann notar hægri og vinstri til jafns (kannski verður hann jafnvígur eins og Þröstur ömmubróðir sem skrúfar og skrifar á sama tíma ;-)
Snillingurinn er hinsvegar ekki farinn að skríða (nema aftur á bak) ennþá og það er varla að hann velti sér neitt. Hann getur það (við höfum séð hann) en hann 'nennir' því bara alls ekki :-D
Þar til næst.
En Björgvin ætlar að verða fulltenntur fyrir fyrsta afmælisdaginn og tennurnar raðast upp í hann :-)
Nú eru hliðar framtennurnar komnar í gegn líka og byrjað að skína aðeins í "vígtennurnar" :-þ
Þegar þær detta inn verða komin 8 stykki af tönnum upp í krakkann!
Hann er ekkert að taka eina og eina í einu... nei, nei, þær koma alltaf í pörum.
Reyndar finnst mér alveg kominn tími á að fá fleiri tennur í neðri góm :-)
Björgvin er farinn að borða meira en áður og því minnka pelagjafirnar jafnt og þétt. Við erum komin niður í svona 4 pela á dag (5 suma daga) og 2 fastar máltíðir (3 suma daga).
Ávaxtamauk og seríos er best en guttinn lætur sig hafa það að borða grænmeti (spínat, gulrætur, sætar kartöflur) en hann er ekki hrifinn af venjulegum kartöflum.
Fínhreyfingarnar hjá honum eru orðnar svo rosalega góðar að hann fer létt með að taka upp seríos og stinga því upp í sig.
Reyndar eru ennþá áhöld um hvort hann verður rétt- eða örvhentur (sem mér finnst vera mjög un-PC orð) því hann notar hægri og vinstri til jafns (kannski verður hann jafnvígur eins og Þröstur ömmubróðir sem skrúfar og skrifar á sama tíma ;-)
Snillingurinn er hinsvegar ekki farinn að skríða (nema aftur á bak) ennþá og það er varla að hann velti sér neitt. Hann getur það (við höfum séð hann) en hann 'nennir' því bara alls ekki :-D
Þar til næst.
Posted by Nornin on júlí 16, 2008 4:45 EH
júlí 31, 2008
Nú jæja..
Fæðingarorlofið mitt að verða hálfnað og ég ekki búinn að skrifa einn staf um hvað við Björgvin erum að gera.
Nú þegar mamma er í vinnunni að flokka skjöl, þá erum við feðgarnir heima í rólegheitunum. Við höfum farið í nokkrar gönguferðir, fullt af bíltúrum, skoðað okkur um og í methitanum í gær fórum við labbandi um Laugaveginn og miðbæinn í Reykjavík. Við erum einnig oft í búðarrápi fyrir mömmuna og okkur sjálfa.
Í dag er Björgvin hins vegar með smávægilegan hósta þannig að ég ætla ekki að fara á mikið flakk í dag. Um daginn fórum við í Hellisgerði í Hafnarfirði og skemmtum okkur alveg konunglega. Þar var fullt af krökkum að leika sér og vaða í tjörninni þar. Síðustu helgi voru allir í Kolaportinu að selja geisladiska, bækur og fleira og heillaði Björgvin alla sem áttu leið hjá upp úr skónum. Mjög spennandi allt saman. Annars er lítið af okkur að segja, flutningar á næsta leiti og allt sem því fylgir.
Meira síðar.
Nú þegar mamma er í vinnunni að flokka skjöl, þá erum við feðgarnir heima í rólegheitunum. Við höfum farið í nokkrar gönguferðir, fullt af bíltúrum, skoðað okkur um og í methitanum í gær fórum við labbandi um Laugaveginn og miðbæinn í Reykjavík. Við erum einnig oft í búðarrápi fyrir mömmuna og okkur sjálfa.
Í dag er Björgvin hins vegar með smávægilegan hósta þannig að ég ætla ekki að fara á mikið flakk í dag. Um daginn fórum við í Hellisgerði í Hafnarfirði og skemmtum okkur alveg konunglega. Þar var fullt af krökkum að leika sér og vaða í tjörninni þar. Síðustu helgi voru allir í Kolaportinu að selja geisladiska, bækur og fleira og heillaði Björgvin alla sem áttu leið hjá upp úr skónum. Mjög spennandi allt saman. Annars er lítið af okkur að segja, flutningar á næsta leiti og allt sem því fylgir.
Meira síðar.
júní 2008 Archives
júní 10, 2008
Daggæsla
Erum komin með dagforeldra í september!
Húrra fyrir okkur :-)
Þau eru í Holtsbúðinni sem er stutt frá heimili okkar og eru 6 saman með stórt einbýlishús með risa garði og læti. Allt hannað í kringum börnin og þeirra þarfir.
Mér líst svakalega vel á þau og þau eru meira að segja til í að prufa að vera með taubleyjubarn. Hafa aldrei reynt það en voru mjög jákvæð.
Þetta var líka allt svona nett "kæruleysislegt" hjá þeim (ekki öryggismálin þó) og smá hómí-hippa-fílingur yfir öllu :-)
Mér fannst það geggjað. Og þau endurvinna!
Það eina sem stakk mig var að hún talaði um að þau fengju vöfflur með sultu á föstudögum. Verðum að finna upp á einhverju öðru fyrir BH, amk þangað til hann verður ársgamall.
Það er bara of mikill sykur í sultum og vöfflum fyrir minn smekk :-/
Ef þau nota St. Dalfour sultuna má kannski skoða þetta þó :-)
Segir mamma, sem er bara stundum pínu öfgakennd og finnst það alveg í lagi!
Húrra fyrir okkur :-)
Þau eru í Holtsbúðinni sem er stutt frá heimili okkar og eru 6 saman með stórt einbýlishús með risa garði og læti. Allt hannað í kringum börnin og þeirra þarfir.
Mér líst svakalega vel á þau og þau eru meira að segja til í að prufa að vera með taubleyjubarn. Hafa aldrei reynt það en voru mjög jákvæð.
Þetta var líka allt svona nett "kæruleysislegt" hjá þeim (ekki öryggismálin þó) og smá hómí-hippa-fílingur yfir öllu :-)
Mér fannst það geggjað. Og þau endurvinna!
Það eina sem stakk mig var að hún talaði um að þau fengju vöfflur með sultu á föstudögum. Verðum að finna upp á einhverju öðru fyrir BH, amk þangað til hann verður ársgamall.
Það er bara of mikill sykur í sultum og vöfflum fyrir minn smekk :-/
Ef þau nota St. Dalfour sultuna má kannski skoða þetta þó :-)
Segir mamma, sem er bara stundum pínu öfgakennd og finnst það alveg í lagi!
Posted by Nornin on júní 10, 2008 11:38 EH
júní 12, 2008
Ungbarnasundið
Jæja, þá er ungbarnasundið búið í bili.
Við ætlum samt að nýta okkur að laugin í Hafnarfirði er upphituð á laugardagsmorgnum (sunnudags líka að ég held) og fara áfram með hann í sund um helgar :-)
Svo er ég búin að skrá okkur á framhaldsnámskeið í ágúst og er strax farin að hlakka til.
Síðustu myndirnar úr sundinu voru teknar í kafi og mitt barn myndaðist auðvitað best ;-)
Skil ekkert hvaðan hann hefur það að vera svona fótógenískur... við Unnar myndumst hvorugt neitt átakanlega vel, eins falleg og við erum þó !


Við ætlum samt að nýta okkur að laugin í Hafnarfirði er upphituð á laugardagsmorgnum (sunnudags líka að ég held) og fara áfram með hann í sund um helgar :-)
Svo er ég búin að skrá okkur á framhaldsnámskeið í ágúst og er strax farin að hlakka til.
Síðustu myndirnar úr sundinu voru teknar í kafi og mitt barn myndaðist auðvitað best ;-)
Skil ekkert hvaðan hann hefur það að vera svona fótógenískur... við Unnar myndumst hvorugt neitt átakanlega vel, eins falleg og við erum þó !


Posted by Nornin on júní 12, 2008 10:23 EH
júní 24, 2008
Tennur, tennur, tennur!
Björgvin Hrafnar er kominn með þriðju tönnina!
Amma Silla fann hana núna rétt áðan, það smellur meira að segja í henni ef skeið er borin að ;-)
Það var alveg öruggt að hún var á leiðinni niður, Jögga frænka var finna það vel.
Og amma Silla var látin koma í heimsókn reglulega til að finna hana örugglega :-þ
Svo nú er mr. Worms kominn með 3 tönnslur :-)
Myndir síðar.
Amma Silla fann hana núna rétt áðan, það smellur meira að segja í henni ef skeið er borin að ;-)
Það var alveg öruggt að hún var á leiðinni niður, Jögga frænka var finna það vel.
Og amma Silla var látin koma í heimsókn reglulega til að finna hana örugglega :-þ
Svo nú er mr. Worms kominn með 3 tönnslur :-)
Myndir síðar.
Posted by Nornin on júní 24, 2008 7:54 EH
júní 29, 2008
Brjálað að gera!
Það er sko allt að gerast hjá Björgvini Hrafnari.
Á föstudaginn þurfti ég óforvendis að leggja hann frá mér og þar sem við vorum á flísunum í eldhúsinu, taldi ég öruggara að leggja hann á magann en að eiga á hættu að hann skylli með höfuðið í gólfið. Hann lá kyrr í smá stund en tók svo upp á því að spenna út handleggina og ýta sér aftur á bak!
Nú er hann búinn að "skríða" aftur á bak í nokkra daga og er orðinn nokkuð klár í því :-)
Ekki er hann farinn að beygja ennþá viljandi, en það hlýtur að koma með tímanum.
Í gærmorgun vorum við svo að kíkja á Loka og sjá hvað hann væri að bardúsa.
Ég hélt á BH og er að tyggja ofan í hann hvað kisi sé að gera:
"Nú er kisi að drekka", "nú er kisi að mala", "eigum við að klappa kisa?" og svo framvegis þegar Björgvin lítur einbeittur á Loka og segir "Tis".
Ég veit að mömmur eru alltaf geðveikar og finnst eins og barnið sitt sé að segja mamma og amma og pabbi og ég veit ekki hvað, en ég er ekki með neina ímyndunarveiki þegar ég staðhæfi að fyrsta orðið hjá Björgvini Hrafnari hafi verið KISI :-D
Svo á leiðinni upp á Vallarheiði í dag sat BH í bílstólnum sínum og var að hlægja og fíflast.
Unnar lítur í baksýnisspegilinn og segir svo "hann er að klappa saman lófunum".
Ég fékk náttúrulega kast því hann er búinn að vera að reyna að klappa saman alveg síðan hann lærði að gera "hvað ertu stór?" í þar síðustu viku.
Hann hefur alltaf klappað með einum lófa á hnefann á hinni höndinni, en nú er hann farinn að klappa saman lófunum eins og stór strákur :-D
Fjórða tönnin er líka byrjuð að gægjast í gegn og hefur það valdið mr. Worms talsverðum óþægindum í dag. Ef hann hefur ekki nóg við að vera þá pirrar þetta hann og hann volar svolítið. En eins og venjulega þarf bara eitthvað smálegt til að dreifa huga hans og þá hættir amrið um stund.
Ein tóm flaska af Egils kristal var t.d. nóg til að halda honum sáttum frá Keflavík til Reykjavíkur í dag :-)
Elska þetta rólega barn okkar!
Á föstudaginn þurfti ég óforvendis að leggja hann frá mér og þar sem við vorum á flísunum í eldhúsinu, taldi ég öruggara að leggja hann á magann en að eiga á hættu að hann skylli með höfuðið í gólfið. Hann lá kyrr í smá stund en tók svo upp á því að spenna út handleggina og ýta sér aftur á bak!
Nú er hann búinn að "skríða" aftur á bak í nokkra daga og er orðinn nokkuð klár í því :-)
Ekki er hann farinn að beygja ennþá viljandi, en það hlýtur að koma með tímanum.
Í gærmorgun vorum við svo að kíkja á Loka og sjá hvað hann væri að bardúsa.
Ég hélt á BH og er að tyggja ofan í hann hvað kisi sé að gera:
"Nú er kisi að drekka", "nú er kisi að mala", "eigum við að klappa kisa?" og svo framvegis þegar Björgvin lítur einbeittur á Loka og segir "Tis".
Ég veit að mömmur eru alltaf geðveikar og finnst eins og barnið sitt sé að segja mamma og amma og pabbi og ég veit ekki hvað, en ég er ekki með neina ímyndunarveiki þegar ég staðhæfi að fyrsta orðið hjá Björgvini Hrafnari hafi verið KISI :-D
Svo á leiðinni upp á Vallarheiði í dag sat BH í bílstólnum sínum og var að hlægja og fíflast.
Unnar lítur í baksýnisspegilinn og segir svo "hann er að klappa saman lófunum".
Ég fékk náttúrulega kast því hann er búinn að vera að reyna að klappa saman alveg síðan hann lærði að gera "hvað ertu stór?" í þar síðustu viku.
Hann hefur alltaf klappað með einum lófa á hnefann á hinni höndinni, en nú er hann farinn að klappa saman lófunum eins og stór strákur :-D
Fjórða tönnin er líka byrjuð að gægjast í gegn og hefur það valdið mr. Worms talsverðum óþægindum í dag. Ef hann hefur ekki nóg við að vera þá pirrar þetta hann og hann volar svolítið. En eins og venjulega þarf bara eitthvað smálegt til að dreifa huga hans og þá hættir amrið um stund.
Ein tóm flaska af Egils kristal var t.d. nóg til að halda honum sáttum frá Keflavík til Reykjavíkur í dag :-)
Elska þetta rólega barn okkar!
maí 2008 Archives
maí 15, 2008
Hva, er ekkert að gerast ?
Nei, það er ósköp fátt að gerast þessa dagana. A.m.k. er ekkert nýtt að gerast. Við erum að klára ungbarnasundið, Andrea er nýbúin með skólann, ég er bara í því sama og venjulega og Björgvin er enn ekki farinn að skríða. Hinsvegar er hann farinn að bíta rosalega fast.. Á! Það hafa aðallega bæst við myndir á síðuna undanfarið. Ég mæli með að skoða þær, sérstaklega apríl myndirnar og maí myndirnar. Sumar þeirra eru ÆÐI! :-D
Posted by Lisander on maí 15, 2008 2:49 EH
maí 26, 2008
25. maí 2008
Björgvin Hrafnar er farinn að sitja !

Amma Silla prufaði að láta hann sitja í gærkvöldi og hann sat bara kyrr. Við foreldrarnir höfðum ekki hugmynd um að hann gæti það einn og óstuddur :-)
Höfum alltaf verið að troða þvílíkt miklu af púðum í kringum hann til að hafa stuðning og svo getur hann þetta bara sjálfur í dag :-)
Við erum glöð.

Amma Silla prufaði að láta hann sitja í gærkvöldi og hann sat bara kyrr. Við foreldrarnir höfðum ekki hugmynd um að hann gæti það einn og óstuddur :-)
Höfum alltaf verið að troða þvílíkt miklu af púðum í kringum hann til að hafa stuðning og svo getur hann þetta bara sjálfur í dag :-)
Við erum glöð.
apríl 2008 Archives
apríl 10, 2008
Ekki dautt blogg ennþá...
... en eins og hún sagði, við erum afskapælega löt við að uppfæra.
Annars þá hefur eitt og annað gerst.
Björgvin fór í fyrsta sinn í ungbarnasund á laugardaginn var. Honum þótti það rosalega gaman og skemmti sér heilmikið. Við tókum myndir og mér skilst að eitthvað af þeim séu komnar á flickrsíðuna hjá Andreu.
Í þessari viku hefur Björgvin hinsvegar tekið upp á því að syngja. Það er æðislegt að hlusta á hann prófa sig áfram í að gefa frá sér tóna, og ekki bara eitthvað gaul, alveg ofsalega fallega og milda tóna.
Nú bíð ég með videomyndavélina tilbúna til að allir geti heyrt.
Annars þá hefur eitt og annað gerst.
Björgvin fór í fyrsta sinn í ungbarnasund á laugardaginn var. Honum þótti það rosalega gaman og skemmti sér heilmikið. Við tókum myndir og mér skilst að eitthvað af þeim séu komnar á flickrsíðuna hjá Andreu.
Í þessari viku hefur Björgvin hinsvegar tekið upp á því að syngja. Það er æðislegt að hlusta á hann prófa sig áfram í að gefa frá sér tóna, og ekki bara eitthvað gaul, alveg ofsalega fallega og milda tóna.
Nú bíð ég með videomyndavélina tilbúna til að allir geti heyrt.
Posted by Lisander on apríl 10, 2008 1:21 EH
apríl 12, 2008
Umgangspestin
English in a link below.
Já, þá er umgangspestin komin í hús. Á miðvikudaginn var hittingur heima hjá okkur og á fimmtudaginn var Björgvin orðinn veikur. Hann ældi rosalega mikið yfir mömmu sína og á stofugólfið hjá ömmu Sillu. Á föstudaginn var Björgvin orðinn mikið skárri en þá var ég orðinn veikur líka. Var lystarlaus og með niðurgang mest allan föstudaginn þegar ég var heima með Björgvin. Um kvöldið var planið að borða lambalæri með nokkrum félögum. Þegar ég var kominn á staðinn var ekki við neitt ráðið og ældi ég óvænt heilmikið í klósettið hans Sigurjóns (afsakaðu lyktina). Hætti ég við að þiggja veigarnar og hélt heim á leið enda ekki til stórræðanna þennan daginn. Báðir erum við á góðum batavegi og höfum það kósý heima í dag.
Við þurftum að gefa Björgvini sykurvatnsblöndu í stað mjólkur því þurrmjólkin er svo þung í maga að hún kemur bara upp aftur. Svo er gefið í smáum skömmtum og oft á dag, kannski 30ml pr. gjöf. Svo er mjólkinni bætt við gjöfina með vatninu, aftur í smáum skömmtum. Annars höfum við það mjög gott. Ef Andrea veikist ekki líka þá fer hún á Broadway sýningu í kvöld. Ég veit ekki hvort ég fer að vinna á morgun, það fer eftir hvernig mér vegnar í dag (so far so good).
Já, þá er umgangspestin komin í hús. Á miðvikudaginn var hittingur heima hjá okkur og á fimmtudaginn var Björgvin orðinn veikur. Hann ældi rosalega mikið yfir mömmu sína og á stofugólfið hjá ömmu Sillu. Á föstudaginn var Björgvin orðinn mikið skárri en þá var ég orðinn veikur líka. Var lystarlaus og með niðurgang mest allan föstudaginn þegar ég var heima með Björgvin. Um kvöldið var planið að borða lambalæri með nokkrum félögum. Þegar ég var kominn á staðinn var ekki við neitt ráðið og ældi ég óvænt heilmikið í klósettið hans Sigurjóns (afsakaðu lyktina). Hætti ég við að þiggja veigarnar og hélt heim á leið enda ekki til stórræðanna þennan daginn. Báðir erum við á góðum batavegi og höfum það kósý heima í dag.
Við þurftum að gefa Björgvini sykurvatnsblöndu í stað mjólkur því þurrmjólkin er svo þung í maga að hún kemur bara upp aftur. Svo er gefið í smáum skömmtum og oft á dag, kannski 30ml pr. gjöf. Svo er mjólkinni bætt við gjöfina með vatninu, aftur í smáum skömmtum. Annars höfum við það mjög gott. Ef Andrea veikist ekki líka þá fer hún á Broadway sýningu í kvöld. Ég veit ekki hvort ég fer að vinna á morgun, það fer eftir hvernig mér vegnar í dag (so far so good).
Posted by Lisander on apríl 12, 2008 11:44 FH
apríl 18, 2008
Tannálfur!
Fyrstu tennurnar fundust í dag um kl. 17.10.
Ég og Sigríður Ásta vorum með Björgvin Hrafnar í Kringlunni og Sigga fór að spyrja hvort hann væri að fá tennur.
"Nei, nei" segi ég, "það gerist svona milli 6 og 8 mánaða".
Svo fór ég eitthvað að hugsa um þetta og stakk puttanum upp í Björgvin og getið hvað?
Tönn!
Svo fer Sigga líka að kíkja og sér aðra tönn!
Sú er reyndar ekki komin upp, en er það nálægt því að hún sést :-)
Svo litli karlinn fékk sitthvorn 1000 kallinn frá okkur inn á bókina sína í tannfé :-D
Bjó líka til email handa honum til að hægt væri að senda tilkynningar í pósti um svona millfærslur til hans :-þ
Mamma heldur að það verði gaman fyrir hann að eiga slíkar upplýsingar þegar hann verður stærri... en mamma hans er líka spes :-þ
Ég og Sigríður Ásta vorum með Björgvin Hrafnar í Kringlunni og Sigga fór að spyrja hvort hann væri að fá tennur.
"Nei, nei" segi ég, "það gerist svona milli 6 og 8 mánaða".
Svo fór ég eitthvað að hugsa um þetta og stakk puttanum upp í Björgvin og getið hvað?
Tönn!
Svo fer Sigga líka að kíkja og sér aðra tönn!
Sú er reyndar ekki komin upp, en er það nálægt því að hún sést :-)
Svo litli karlinn fékk sitthvorn 1000 kallinn frá okkur inn á bókina sína í tannfé :-D
Bjó líka til email handa honum til að hægt væri að senda tilkynningar í pósti um svona millfærslur til hans :-þ
Mamma heldur að það verði gaman fyrir hann að eiga slíkar upplýsingar þegar hann verður stærri... en mamma hans er líka spes :-þ
Posted by Nornin on apríl 18, 2008 6:23 EH
apríl 23, 2008
Fyrsta útskriftin
Í dag var Björgvin útskrifaður af sjúkraþjálfaranum eftir að hafa komið bara tvisvar. Hann er að stykjast heilmikið, sýnir mikil og góð viðbrögð, getur teygt sig hvert sem er og er orðinn afar stæltur strákur. Við höfum líka verið dugleg að láta hann liggja á maganum og hvatt hann áfram við það. Í tímanum í morgun fengum við svo líka að sjá nokkrar æfingar sem munu styrkja bolvöðvana (held ég hafi þetta rétt eftir). Andrea ætlar að kaupa frauðdýnur og svo verður leikið sér og æft af kappi á stofugólfinu.
Posted by Lisander on apríl 23, 2008 3:26 EH
apríl 24, 2008
Tanntöku eyðublað
Fann á netinu mjög krúttlegt tanntökueyðublað og ákvað að íslenska það og setja það hér svo allir geti búið til sæta skrá fyrir börnin sín :-)
Við erum sko strax komin með svona :-D

Við erum sko strax komin með svona :-D

mars 2008 Archives
mars 4, 2008
Sama gamla
Hjá okkur er lítið að gerast. Björgvin er alltaf sama ljósið og kátínan frá einum manni alveg endalaus.
Hinsvegar var okkur bent á í veislu fyrir nokkrum dögum að hann væri farinn að halla soldið til hægri og kominn með smá "flata" höfuðkúpu aftan á hnakkanum þeim megin. Við höfum tekið eftir því að hann horfi mjög mikið til hægri og reynum af fremsta megni að hafa allt aksjónið vinstra megin við hann, leikföngin, okkur og pelagjafir. En nú verðum við að gera enn betur og passa mjög vel að hann sé ekki að halla sér svona mikið.
Áfram við! :-)
Hinsvegar var okkur bent á í veislu fyrir nokkrum dögum að hann væri farinn að halla soldið til hægri og kominn með smá "flata" höfuðkúpu aftan á hnakkanum þeim megin. Við höfum tekið eftir því að hann horfi mjög mikið til hægri og reynum af fremsta megni að hafa allt aksjónið vinstra megin við hann, leikföngin, okkur og pelagjafir. En nú verðum við að gera enn betur og passa mjög vel að hann sé ekki að halla sér svona mikið.
Áfram við! :-)
Posted by Lisander on mars 4, 2008 5:38 EH
mars 6, 2008
Flat head!
Jæja, fórum til læknis í dag og þar fengum við leiðbeiningar um hvernig skal takast á við svona flatan haus. Reyndar er BH ekki svo mikið flatur, það er aðallega að hann horfir meira til hægri en til vinstri (afleiðingar af að búa í Garðabæ!) og nú skal takast á við þetta með æfingum og smá sjúkraþjálfun.
Aðal ástæðan fyrir þessu höfuðdæmi er sú að hann vill frekar sofa á hægri hliðinni og þegar það var orðin vani hjá honum, þá óhjákvæmilega varð bara þægilegra fyrir hann að horfa til hægri við leik og svefn.
Aumingja við erum náttúrulega n00bs í þessu foreldrastöffi og föttuðum ekki að þetta gæti mögulega verið vandamál.
En nú erum við komin með meiri 5killz :)
Eftir nokkrar vikur verður barnið okkar ekki lengur flat head heldur round head!
Aðal ástæðan fyrir þessu höfuðdæmi er sú að hann vill frekar sofa á hægri hliðinni og þegar það var orðin vani hjá honum, þá óhjákvæmilega varð bara þægilegra fyrir hann að horfa til hægri við leik og svefn.
Aumingja við erum náttúrulega n00bs í þessu foreldrastöffi og föttuðum ekki að þetta gæti mögulega verið vandamál.
En nú erum við komin með meiri 5killz :)
Eftir nokkrar vikur verður barnið okkar ekki lengur flat head heldur round head!
Posted by Nornin on mars 6, 2008 12:15 FH
mars 14, 2008
Ættartré
Bætti ættartréi BH við hérna hægra megin :)
mars 18, 2008
Fyrsta slysið
Í kvöld (18:45 nákvæmlega) lenti BH í sínu fyrsta óhappi.
Hann var að leika sér á leikteppi upp í hjónarúminu og datt fram úr.
Það er í lagi með hann... við rukum auðvitað í símann og hringdum í læknavaktina og okkur var sagt að ef hann væri ekki gubbandi og/eða óvenju sljór, þá væri sennilega ekkert að honum, en við fórum samt með hann á bráðamóttökuna til að vera alveg 100% viss.
Hann var í góðu lagi, svaraði öllu áreiti eins og hann átti að gera og var bara "voða fínn" eins og læknirinn sagði.
Ég hef aldrei á æfinni verið jafn hrædd... ég skalf og titraði frá því að ég heyrði "dúmp" hljóðið þegar hann datt á gólfið (og vá... ég hef aldrei verið jafn fljót að stökkva 4 metra og þetta hljóð á aldrei eftir að gleymast) og þangað til við vorum komin aftur heim af spítalanum.
Við litum af honum í 2 mínútur þar sem hann lá, með fæturnar í átt að rúmstokknum (sum sé þvert í rúminu) eins og svo oft áður... hann er ekkert farinn að snúa sér ennþá, svo við höfum ekki haft neinar áhyggjur af því að hann velti sér fram úr og höfum líka haft hann þvert til að minnka líkurnar á að eitthvað gerist.
En svo þegar síst varir gerast slysin.
Björgvin er búinn að drekka 2 pela og sofa smá síðan þetta gerðist (er sofandi núna) og hlæja pínu... mest megnis hefur hann þó viljað láta halda á sér og hefur verið dálítið lítill í sér... litli stóri strákurinn minn sem venjulega er svo glaðlyndur og fullorðinslegur.
Við Unnar erum svona rétt að ná okkur núna... ég er reyndar andvaka og fylgist með hverjum andadrætti Björgvins... Hann er ljósið mitt og ég myndi ekki afbera það ef eitthvað kæmi fyrir hann.
Þessi móðurást er ótrúlegasta tilfinning í heimi. Það er alls ekki hægt að lýsa henni, hún ER bara.
Hann var að leika sér á leikteppi upp í hjónarúminu og datt fram úr.
Það er í lagi með hann... við rukum auðvitað í símann og hringdum í læknavaktina og okkur var sagt að ef hann væri ekki gubbandi og/eða óvenju sljór, þá væri sennilega ekkert að honum, en við fórum samt með hann á bráðamóttökuna til að vera alveg 100% viss.
Hann var í góðu lagi, svaraði öllu áreiti eins og hann átti að gera og var bara "voða fínn" eins og læknirinn sagði.
Ég hef aldrei á æfinni verið jafn hrædd... ég skalf og titraði frá því að ég heyrði "dúmp" hljóðið þegar hann datt á gólfið (og vá... ég hef aldrei verið jafn fljót að stökkva 4 metra og þetta hljóð á aldrei eftir að gleymast) og þangað til við vorum komin aftur heim af spítalanum.
Við litum af honum í 2 mínútur þar sem hann lá, með fæturnar í átt að rúmstokknum (sum sé þvert í rúminu) eins og svo oft áður... hann er ekkert farinn að snúa sér ennþá, svo við höfum ekki haft neinar áhyggjur af því að hann velti sér fram úr og höfum líka haft hann þvert til að minnka líkurnar á að eitthvað gerist.
En svo þegar síst varir gerast slysin.
Björgvin er búinn að drekka 2 pela og sofa smá síðan þetta gerðist (er sofandi núna) og hlæja pínu... mest megnis hefur hann þó viljað láta halda á sér og hefur verið dálítið lítill í sér... litli stóri strákurinn minn sem venjulega er svo glaðlyndur og fullorðinslegur.
Við Unnar erum svona rétt að ná okkur núna... ég er reyndar andvaka og fylgist með hverjum andadrætti Björgvins... Hann er ljósið mitt og ég myndi ekki afbera það ef eitthvað kæmi fyrir hann.
Þessi móðurást er ótrúlegasta tilfinning í heimi. Það er alls ekki hægt að lýsa henni, hún ER bara.
Posted by Nornin on mars 18, 2008 12:01 FH
mars 19, 2008
Ferðalag
Hvað úr hverju leggja Björgvin og mamma hans af stað í reisu norður í land. Með í för verða Jósef Dagur, litli stóri frændi ásamt mömmu sinni henni Eygló.
Þar á að eyða páskahelginni við huggulegheit og knús ættingja. Pabbi fylgir síðan í kjölfarið með allt dótið og nýja ferðarúmið sem hann fékk í Babyland í Svíþjóð.
Mikið hlakka nú allir til. :-)
Þar á að eyða páskahelginni við huggulegheit og knús ættingja. Pabbi fylgir síðan í kjölfarið með allt dótið og nýja ferðarúmið sem hann fékk í Babyland í Svíþjóð.
Mikið hlakka nú allir til. :-)
Posted by Lisander on mars 19, 2008 2:27 EH
mars 30, 2008
Já já
Við erum löt að uppfæra síðuna, en Björgvin er svo rólegur að það er lítið að segja frá.
Hann er bara sama ljósið og alltaf.
Einar fréttir eru þó.
Miðvikudaginn eftir páska (26. mars) snéri hann sér í fyrsta sinn.
Það var heima hjá Jóhönnu Maríu og var alveg óvart :)
Hann var á maganum (sem hann þolir ekki) og var búinn að rétta aðra höndina svo langt út að hann sporðreistist eiginlega yfir á bakið :D
Mjög fyndið að sjá svipinn á honum og nú bíðum við eftir að hann geri þetta aftur og þá vonandi viljandi.
Við byrjum í ungbarnasundi á laugardaginn (5. apríl) og hlökkum mikið til. Jósef Dagur ætlar líka og þetta á örugglega eftir að verða frábært.
Over and out.
Hann er bara sama ljósið og alltaf.
Einar fréttir eru þó.
Miðvikudaginn eftir páska (26. mars) snéri hann sér í fyrsta sinn.
Það var heima hjá Jóhönnu Maríu og var alveg óvart :)
Hann var á maganum (sem hann þolir ekki) og var búinn að rétta aðra höndina svo langt út að hann sporðreistist eiginlega yfir á bakið :D
Mjög fyndið að sjá svipinn á honum og nú bíðum við eftir að hann geri þetta aftur og þá vonandi viljandi.
Við byrjum í ungbarnasundi á laugardaginn (5. apríl) og hlökkum mikið til. Jósef Dagur ætlar líka og þetta á örugglega eftir að verða frábært.
Over and out.
Gerast áskrifandi að:
Ummæli (Atom)